Skírnir - 01.01.1936, Side 112
110
Japan.
[Skírnir
„East is East and West is West,
and never the twain shall meet“
ætla að reynast sönn.
Einhver ríkasti þátturinn í lífsskoðunum Japana, og
sá, sem Norðurálfumenn eiga erfiðast með að skilja, er
lítilsvirðing þeirra fyrir mannslífinu. Ef japanskur borg-
ari gerir eitthvert glappaskot, sem mikið kveður að, eða
verður fyrir þungri móðgun af hendi annars manns, þá
er það talin skylda hans að fremja sjálfsmorð. Þessi sið-
ur (Harakiri) svarar að nokkru leyti til hólmgangnanna
í fornöld. Ef tveir Japanar eiga í deilum, og þykjast ekki
geta ráðið þeim til lykta á viðunandi hátt, þá er það ráð-
ið til þess að þeir haldi sæmd sinni, að þeir fremji báðii’
sjálfsmorð, helzt í návist hvor annars!
Fyrirlitning Japana á mannslífinu veldur því, að þeir
berjast flestum þjóðum betur í ófriði. Líf einstaklingsins
hefir ekkert að segja. Heildin er allt.
Hermennska er runnin Japönum í merg og bein, en
hér eru þeir einnig mjög ólíkir Norðurálfumönnum. Þeir
berjast af hálf-trúarlegum ástæðum fyrir keisarann og
ríkið. Þeir minna nokkuð á baráttu krossfarenda fyrir
kristindómnum og landinu helga. Skoðanir þeirra á hern-
aði eru talsvert áþekkar skoðunum víkinganna fornu.
Þeir eru Jómsvíkingar undir forustu Pálnatóka, en búnir
beztu vopnum og vígvélum nútímans, hefir nákunnugur
maður sagt. í umsátrinu um Port Arthur grátbeiddu liðs-
mennirnir foringjana um það, að mega gera áhlaup þar,
sem hættan var mest, og vissa var fyrir að fáir mundu
koma lifandi aftur.
Eins og venja er til meðal herskárra þjóða, þá er það
einkum kvenfólkið, sem varðveitir hernaðarandann. Það
hefir víst mörg ung japönsk stúlka sagt við piltinn sinn
eitthvað líkt og dóttir Arnviðar jarls sagði forðum við
Egil Skallagrímsson.
Fyrir nokkrum árum birtist í stórblöðum Norðurálfu
bréf, sem vakti mikla eftirtekt. Það var frá ungri jap-