Skírnir - 01.01.1936, Page 113
Skírnir]
Japan.
111
anskri konu til manns hennar, sem var foringi í hernum
í Mansjúríu. Efni þess var á þessa leið:
„Þegar þú færð þetta bréf, er eg dáin. Eg hefi ákveð-
ið að stytta mér aldur. Hjónaband okkar hefir verið hið
fegursta, sem hugsast getur, og við höfum elskað hvort
annað eins heitt og nokkrum er auðið. Eg þakka þér fyr-
ir allar þær yndisstundir, er þú hefir veitt mér. Eg veit,
að þú hugsar oft til mín, og þess vegna er eg hrædd um,
að það muni hamla þér frá því, að beita öllum kröftum
þínum í hernaðinum. Þess vegna hefi eg ákveðið, að gefa
tág frjálsan, svo að þú þurfir hvorki að hugsa um konu
né heimili framvegis, heldur gætir aðeins skyldu þinnar
við keisara og föðurland".
Það er ekki hægt að búast við því, að þjóð, sem er
þrungin slíkum hernaðaranda, muni sitja í sífelldum friði,
enda er saga Japana á síðari tímum ærið blóði drifin. En
t*eir hafa unnið sigur í hverju stríði.
Stríðið við Kína 1894—95 gerði Japan að öndvegis-
Wóð Austur-Asíu, en stríðið við Rússland 1904—05 hafði
þó miklu meiri afleiðingar. Síðan hefir Japan verið eitt af
voldugustu stórveldum heimsins.
En Japanar eru ekki aðeins hermenn, þeir eru líka
slægir samningamenn, sem hafa notað sér óspart sundur-
lyndi Evrópuþj óðanna. Þeir gerðu fyrst bandalag við
Englendinga, sem stóð mikill ótti af veldi Rússa í Austur-
Asíu. En eftir að þeir höfðu sigrað Rússa, reyndu þeir á
allan hátt að ná vináttu þeirra og styrk, til þess að bola
Þjóðverjum burt úr Kína, og það tókst þeim líka í heims-
styrjöldinni.
En Japanar eru fljótir að hafa vinaskipti. Nú eru
þeir komnir í fullan f jandskap við Rússa, og vináttan við
Englendinga mjög tekin að dofna. Ekki sízt síðan fulltrú-
ar þeirra gengu burt af flotaráðstefnunni í vetur. Nú
hafa Japanar ákveðið að verja fullum helming af tekjum
ríkisins til herbúnaðar. Hefir ekkert stórveldi gert slíkt
fyrr á friðartímum. Japanskir rithöfundar eru nú farnir