Skírnir - 01.01.1936, Side 115
Skírnir]
Japan.
113
Japana og töldu hann stórhættulegan fyrir þjóðerni Ame-
ríkumanna. Kom loks að því, að bæði verkamenn og ýms-
lr helztu atvinnurekendur kröfðust þess, að innflutning-
urinn væri bannaður með lögum.
Stjórn Bandaríkjanna þorði þó ekki að ganga svo langt,
en árið 1907 gerði hún samning við Japan (Gentlemans
Agreement Act) um innflutninginn. Lofuðu stjórnir
heggja ríkjanna að sjá um, að hann væri takmarkaður,
en ekki bannaður. Japanar höfðu þó ýms ráð til þess að
fara í kring um samninginn, en með innflytjendalögunum
fi'á 1924 var Bandaríkjunum að heita má algerlega lok-
að fyrir Japönum, og stendur svo enn í dag.
Önnur lönd hafa farið líkt að. Suður-Afríka, Ástralía
°g Nýja-Sjáland hafa bannað með lögum innflutning
■Japana. Canada hefir að vísu ekki gert það, en takmark-
að innflutninginn við 400 manns á ári, sem í rauninni er
sama sem bann. Japanar hafa reynt nokkuð til þess að
■^lytja til Argentínu, en þar virðast þeir ekki geta þrif-
izt. Þannig er svó komið, að hin fjölmenna og duglega
japanska þjóð er útilokuð frá mestum hluta hins mennt-
aða heims. Enda lýsti stjórnin í Tokyo því yfir 1926, að
hún mundi ekki framvegis láta þegna sína flytja til landa,
sem ekki vildu hafa þá. Frá þessu ári hafa Japanar beint
huga sínum að Austur-Asíu, og þá hófst nýr og voldugur
Þáttur í milliríkjapólitík stórveldanna, sem hæglega get-
ur leitt til nýrrar heimsstyrjaldar.
Nú er svo komið, að Japönum er brýn nauðsyn á að
fá ný lönd handa fólkinu, því heimalandið getur ekki bor-
iS það lengur. Enda hafa á síðustu tímum orðið stórkost-
legar breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar, og hafa þær
ttkjög aukið vandræðin.
Japan má teljast fátækt land í samanburði við stór-
veldi hins gamla heims,1) en í engu öðru landi er auður-
inn kominn saman í hendur jafnfárra manna. Allt til þessa
1) Meðal árstekjur japanskra borgara eru álíka og Rúmeníu-
^anna, þ. e. a. s. miklu lægri en í flestum Norðurálfuríkjum.
8