Skírnir - 01.01.1936, Page 116
114
Japan.
[Skírnir
hafa aðalsmenn átt mestallar jarðeignir landsins. Aðeins
31% af jarðeignum er í höndum sjálfseignarbænda, og
þeim fer ekki fjölgandi. Kjör leiguliða eru afarslæm, og
ábýlisjarðir þeirra örsmáar, meira en helmingur þeirra er
um eða undir 3 vallar-dagsláttur. Ræktunin er með full-
komnu miðaldasniði, enda er ekki hægt að nota vélar nú-
tímans á svona litlum jörðum. Á síðustu tímum, eftir að
fjármagnið hefir dregizt mest til iðnaðarins og stórverzl-
unarinnar, hafa hin stóru atvinnufyrirtæki sameinazt
meira, en tíðkazt hefir í nokkru öðru landi.
Telja má, að nálega öll atvinnufyrirtæki, sem nokkuð
kveður að, séu sameinuð í 8—10 sambönd, eða hringi.
Tvö stærstu samböndin, Mitsui og Mitsubisi, ráða einkum
yfir stóriðnaðinum og utanríkisverzluninni. Þessi stóru
félagssambönd ráða einnig mestu í stjórnmálalífi þjóðar-
innar. Þó þingstjórn sé að nafninu til í Japan, þá eru völd-
in í raun og veru öll í höndum auðmannanna og hersins-
Stjórnarskipti hafa því í rauninni ekkert að þýða, því
stjórnarstefnan er ein og hin sama. Flokkaskipting eftir
stéttum er skammt á veg komin, og er þó hvergi meiri
munur á kjörum manna en í Japan. En þjóðarstolt og við-
horf til annara landa, veldur því, að þar er meiri sam-
heldni en í flestum öðrum löndum. Borgararnir skoða sig
fyrst og fremst sem þegna hins japanska keisaradæmis,
sem á að drottna yfir austrænum þjóðum, og ganga í far-
arbroddi mongólskrar menningar.
Hér skal í stuttu máli gerð grein fyrir hinum fjár-
hagslegu ástæðum, sem virðast vera heimsfriðnum hættu-
legastar.
Landbúnaður hefir, eins og áður er sagt, verið aðal-
atvinnuvegur Japana, einkum garðrækt og akuryrkja, því
að vegna landþrengsla er kvikfjárrækt ekki teljandi. Fiski-
veiðar eru allmiklar og merkilegur heimilisiðnaður hefir
um langan aldur þróazt í landinu.
Á síðustu tímum hefir orðið stórkostleg breyting á
atvinnulífi Japana, eins og áður er sagt. Þegar þeir
kynntust tækni og vísindalegri menningu Evrópuþjóð-