Skírnir - 01.01.1936, Síða 117
Skírnir]
Japan.
115
anna, fór stóriðnaður að hefjast í landinu, þó hægt færi
í fyrstu. Jafnframt varð mikil breyting á þjóðfélaginu,
stórar borgir risu upp og kaupmenn og stóriðjuhöldar
komu í stað aðalsmanna sem mestu áhrifamenn landsins.
Líklega hafa fáar þjóðir orðið fyrir meiri áhrifum
heimsstyrjöldinni en Japanar, þó að þeir í rauninni
stæðu að mestu utan við hana. Þá varð hin mikla iðnaðar-
bylting í landinu. Meðan hinar gömlu iðnaðarþjóðir Vest-
urlanda hugsuðu ekki um annað en að eyðileggja hver
aðra, þá náðu Japanar undir sig miklum hluta heimsmark-
aðsins fyrir fjölda margar iðnaðarvörur. Þeir útrýmdu að
uuklu leyti enskum vefnaðarvörum af markaðinum í Kína,
ludlandi og Ameríku, og komu á stofn stórkostlegum
uialmiðnaði og skipasmíðum. Útlent fé streymdi til lands-
ins, og ráðist var í allskonar mikilvæg fyrirtæki.
En hér var galli á gjöf Njarðar. Iðnaðurinn byggðist
SVo að segja eingöngu á útflutningi. Japanar geta ekki,
nema að litlu leyti, framleitt í landinu sjálfu matvæli og
aðrar nauðsynjavörur, og það, sem verst er, þeir verða
að kaupa að flest hráefni til iðnaðarins. Þeir hafa ekk-
ert hráefni sjálfir svo nokkru nemi, annað en silki. Allar
þessar vörur verður að borga með iðnaðarvörum, og á
fyrstu árunum eftir heimsstyrjöldina gekk þetta ágætlega.
Ameríka keypti silki af Japönum og Kína og Indland
vofnaðarvörur, búnar til úr indverskri baðmull eða ull frá
Ástralíu, og fyrir hagnaðinn gátu Japanar keypt sér hrá-
efni þau, er þeir þurftu.
En svo komu skyndilega tveir atburðir, sem virtust
æfla að gereyða hinum unga japanska stóriðnaði. í fyrsta
]agi gerði fjárkreppan í Bandaríkjunum það að verkum,
að silki varð alltof dýrt til fatnaðar. í stað þess komu inn-
lendir baðmullardúkar og verksmiðjusilki. Á árunum 1929
~~193l féll silki um næstum því helming í verði á heims-
markaðinum, og silkiútflutningur Japana minnkaði að
Sama skapi, og atvinnuskortur og fjárhagslegt hrun iðn-
aðarins varð afleiðingin.
Enn hættulegri var þó deilan við Kína. Árið 1930
8*