Skírnir - 01.01.1936, Side 118
116
Japan.
[Skírnir
hættu Kínverjar að miklu leyti að kaupa japanskar vefn-
aðarvörur og margt annað, svo að á tveimur árum minnk-
aði útflutningur Japana til Kína um 47%. Þetta hafði
þeim mun meiri afleiðingar, sem japanskar vörur féllu sí-
fellt í verði vegna heimskreppunnar, en kol, járn, og önn-
ur hráefni, sem Japan verður að flytja inn, héldust nokk-
urn veginn í sama verði og áður.
Árið 1931 var svo komið fyrir Japan, að almennt at-
vinnuleysi og hungursneyð virtist standa fyrir dyrum.
Markaðurinn fyrir vörur landsins þrengdist sífellt, og
hvarf alveg úr sögunni í sumum löndum. Þá gripu Japan-
ar til þess, sem síðustu úrræða, að hefja landvinningastríð,
og fella gengi myntar sinnar (Yen).
Nú hefir áður verið sagt, að í Japan hefir fjármagnið
fullkomlega vald yfir stjórninni. Það var því auðvelt fyr-
ir hin voldugu auðfélög að fá stjórnina til þess að hefja
stríðið í Norður-Kína. Herinn varð að hjálpa atvinnuveg-
unum, ef allt átti ekki að fara í kaldakol, og ekki varð
mikið um mótspyrnu af hendi kínverska hersins. Á til-
tölulega skömmum tíma lögðu Japanar undir sig víðáttu-
mikil lönd, með um 30 millj. íbúa. Þessi lönd eru að nafn-
inu til sjálfstætt ríki, en í rauninni ráða Japanar þar öllu,
er þeir vilja.
Þessi landvinningur varð til mikils hagnaðar fyrir
Japana. Mansjúríið er að mörgu leyti auðugt land. Það
framleiðir mikið af landbúnaðarvörum, en það, sem mestu
skiptir, er að þar eru miklar járn- og kolanámur, svo Jap-
anar geta fengið þaðan um þriðjunginn af þeim kolum og
járni, er þeir þurfa að nota.
I Mansjúríu hafa Japanar einnig fengið mikinn mark-
að fyrir iðnaðarvörur sínar, og þeir eru nú að undirbúa
mikinn fólksflutning þangað. Miklar ráðagerðir eru á lofti
um að auka framleiðslu landsins, en hvernig það tekst,
verður framtíðin að skera úr.
En það er sitt hvað að vinna lönd og að friða þau
fullu, og á því fengu Japanar nú að kenna. í skógum og
fjöllum Mansjúríu var fullt af uppreisnarmönnum, og