Skírnir - 01.01.1936, Page 119
Skírnir]
Japan.
117
reglulegir ræningjaflokkar fóru herskildi um landið. Jap-
anar hafa því orðið að hafa þar mikinn her, um 250 þús.
ftianns, en slíkt hefir kostað of fjár. Hefir þetta mjög
dregið úr hagnaðinum við þessar landvinningar.
Um þetta leyti reyndu Japanar einnig að fá fullan
írið við Kína. Varð sá endir á þeim málaleitunum, að Kín-
verjar (þ. e. Nankingstjórnin) felldu úr gildi innflutn-
mgsbannið á japönskum vörum. Þetta varð þó ekki til
mikils gagns, því að aðrar þjóðir, einkum Englendingar,
v°ru búnir að ná undir sig miklu af markaðinum í Kína.
Áuk þess voru landsmenn sjálfir byrjaðir á stóriðnaði, og
Þeir höfðu ennþá ódýrari vinnukraft en Japanar.
Við árslok 1932 var svo komið, að mánaðarútflutn-
Jngur Japans var aðeins 30 millj. gulldollarar, en 1929
hafði hann verið 81 milljón.1)
Hér þurfti skjótra aðgerða við, og tóku Japanar nú
Það ráð, að fella gengi myntar sinnar, til þess að geta
undirboðið aðrar þjóðir. Yeninn var felldur um 40 % af
sínu upprunalega gildi, og jafnframt voru laun verka-
manna lækkuð um 6%. Eru þau svo lág, að undrum sætir.
Unnið er í verksmiðjum 6)4 dag í viku, 10—12 klukku-
tínia á dag, en samt er kaupið 6—30% lsegra en í Eng-
landi, þar sem unnið er aðeins 48 klukkutíma í viku.
Með þessu tókst Japönum að skapa hið stórkostleg-
asta undirboð (Dumping) á heimsmarkaðinum, sem nokkru
sinni hefir þekkzt. Þeir útrýmdu í svipinn, að miklu leyti,
enskum vefnaðarvörum af markaðinum í Suður-Ameríku,
Indlandi og Suður-Afríku. Jafnvel í Norðurálfu flæddu
vörur þeirra yfir markaðinn. Þær voru svo ódýrar, að
enginn gat keppt við þær. Til dæmis seldu þeir reiðhjól á
20 danskar krónur, karlmannasokka á 20 aura og annað
eftir því.
í ársbyrjun 1934 leit svo út sem Japanar væru búnir
að endurreisa iðnað sinn, og víst er það, að þeir höfðu
fengið miklu áorkað. Á einu ári höfðu þeir aukið útflutn-
1) Sbr. Leistikow: Japans eneste Udvej.