Skírnir - 01.01.1936, Side 120
118
Japan.
[Skírnir
ing sinn um 33%, en þó var þetta að nokkru leyti svika-
gylling.
Á þessum innilokunar- og haftatímum, er nú ríkja í
heiminum, getur engri þjóð haldizt uppi til lengdar að
reka þesskonar undirboðsviðskipti, enda kom það brátt í
ljós. Englendingar bjuggust fyrst til varnar, og á Ind-
landi var lagður 75% tollur á japanskar baðmullarvörur,
og önnur lönd gerðu ýmsar svipaðar ráðstafanir. Að vísu
komust sættir á milli Indlands og Japans, sem fremur voru
Japönum í vil, en samt hafa þeir tapað aftur miklu af sín-
um nýunna markaði víða um heim.
Enda þótt hagur japanska iðnaðarins sé nú ólíkt betri
en hann var 1931, þá er þó málið óleyst enn. Japana vant-
ar í stórum stíl markað fyrir vörur sínar, og sum hráefni,
til dæmis steinolíu, algerlega, en olían er nú orðin ein hin
merkasta vara heimsins, ekki sízt á ófriðartímum.
Það er því svo komið, að Japan er nauðugur einn
kostur, að útvega sér nýja markaði, eða þá að leggja und-
ir sig ný lönd handa útflytjendum sínum. Annars getur
þjóðinni ekki fjölgað, og varla hægt að halda lífinu í þeim
fólksfjölda, sem þegar er í landinu.
En hvorugt þetta er hægt að fá, nema í Austur-Asíu,
og þaðan stafar ófriðarhættan.
Telja má víst, að Japanar muni færa sig upp á skaftið
í Kína, og reyna að auka þar völd sín, beinlínis eða óbein-
línis. Tæplega verður búizt við því, að mikið verði um
varnir af Kínverja hálfu, ef Japanar sækja á þá fyrir al-
vöru, en þar er öðrum að mæta.
Þrjú stærstu ríki heimsins England, Rússland og
Bandaríkin eiga þar mikilla hagsmuna að gæta, og þau
láta varla bola sér burtu mótstöðulaust.
Kína er eftir gömlum samningum „opið land“, það
er að segja, að öllum þjóðum er jafnheimilt að verzla þar,
og engin þjóð má leggja neinar hindranir í veg fyrir aðr-
ar, með hervaldi eða lagahöftum, en það mundu Japanar
auðvitað gera, hvar sem þeir fengju vald til. Skal hér at-
huguð lítillega afstaða Japana til þessara þriggja ríkja.