Skírnir - 01.01.1936, Side 121
Skírnir]
Japan.
110
Englendingar hafa verið bandamenn Japana í hálfa
öld, en heldur hefir vinátta þeirra kólnað upp á síðkastið.
Japanar eru orðnir Bretanum óþægile|gir keppinautar,
enda hefir það nú komið í ljós, að Englendingar þykjast
burfa að treysta varnir sínar í austurvegi.
Allt fram að þessu hafa Englendingar ekki átt neina
víggirta herskipahöfn austan við Bengalsflóa, en nú hafa
t>eir reist stórkostleg hafnarvígi í Singapore, syðst á
Malakkaskaga. Þar sem fyrir nokkrum árum var frum-
skógur, er nú komin nýtízku herskipahöfn með vopna-
smiðjum og skipakvíum, og allt í kring gnæfa fallbyss-
urnar. —
Þarna er fjöldi hraðskreiðra herskipa, sem á svip-
stundu getur dreift sér út um siglingaleiðirnar. En þótt
þessi herskipastöð sé stofnuð gegn Japan, þá er varla að
búast við að þessar þjóðir muni fara í ófrið, nema alls-
herjarstríð hefjist. Þær geta í raun og veru hvorug sótt
aðra heim, þó að þær gætu bakað hvor annari ómetanlegt
^jón með beitiskipahernaði. Sennilega munu Japanar
fremur slaka til við Englendinga, heldur en að fá fullan
íjandskap þeirra.
Um Bandaríkin er nokkuð öðru máli að gegna. Þau
virðast í fljótu bragði vera hinn eini andstæðingur Jap-
ana í Kyrrahafi. Að vísu er ekki að tala um neina her-
flutninga yfir það, því að til þess eru vegalengdirnar of
miklar, en sjóhernaður getur átt sér þar stað í stórum
stíl.1) Ef Bandaríkjamenn væru sterkari á sjónum, gætu
þeir eyðilagt sjóverzlun Japana að mestu leyti, og hafa
þeir því lagt mikið kapp á að bæta flota sinn. Hann er nú,
næst flota Englands og Bandaríkjanna, hinn stærsti í
1) Þess má geta, að Bandaríkjamenn hafa komið sér upp
herskipahöfnum, þó ekki mjög fullkomnum, á Honolulu á Sand-
wicheyjum og í Manila á Filipseyjum. Stendur Japönum af þessu
hinn mesti ótti. Hafa þeir haft á orði að víggirða höfn á einhverri
af Kyrrahafseyjunum, er þeir stjórna í umboði Þjóðabandalagsins,
en slíkt væri fullkomið samningsrof.