Skírnir - 01.01.1936, Síða 122
120
Japan.
[Skírnir
heimi, og að sumu leyti hinn bezti, því að Japanar hafa
höggvið upp öll sín gömlu beitiskip og smíðað ný í staðinn.
Japanskir herfræðingar fara heldur ekki dult með
það, að þeir ætli þjóð sinni yfirráðin í Kyrrahafinu, en
fyrst verða þó Japanar að snúa sér gegn þeim, sem næst-
ir eru, enda gerir olíuleysi þeirra það að verkum, að þeim
er ekki unnt að heyja verulegan ófrið á sjó, nema þeir hafi
stuðning einhverrar þjóðar, sem ræður yfir miklum olíu-
lindum, en það gera einmitt þessi þrjú stórveldi, sem nú
hafa verið talin.
Afstaða Japana til Rússa er lang mikilvægust, og
hættulegust. Lönd þeirra ná nú saman, ef Manchuckuo er
talið heyra undir Japan, sem teljast má rétt. Engin þjóð
er Japönum jafnhættuleg og Rússar. Aðalherstöð þeirra í
Austur-Asíu, Wladiwostock, liggur rétt við landamæri
Kóreu, og þaðan er mjög auðvelt fyrir Rússa að hefja
loftárásir á Japana. Hins vegar mundu Japanar fljótt
geta umkringt borgina, bæði á sjó og landi, en í hernaði
nútímans virðast flugvélarnar vera hættulegasta vopnið.
Það eru lítil líkindi til þess, að Japanar reyni að
leggja undir sig lönd Rússa í Austur-Asíu, nema helzt
rússneska hlutann af eyjunni Sakhalin, er liggur meðfram
ströndum Amúrlandsins, norðvestur af Japan. Suðurhluti
eyjarinnar er frjóvsamur og allþéttbyggður, og yfir honum
ráða Japanar. Norðurhlutinn er kaldur og strjálbyggður,
og yfir honum ráða Rússar. En í þeim hluta eru stórkost-
legar olíulindir og auk þess miklar kolanámur. í heims-
styrjöldinni tóku Japanar alla eyjuna, en með samningi
við Rússa 20. janúar 1925 skiluðu þeir rússneska hlutan-
um aftur, gegn því að fá allvíðtæk réttindi til þess að
starfrækja olíulindirnar.
Nú hefir Rússum þótt Japanar nota sér þessi rétt-
indi heldur freklega, og eru vaknaðar miklar deilur um
það mál milli ríkjanna. Vafalaust munu Japanar slá eign
sinni á eyjuna, ef þeir sjá sér það fært, enda er þeim lífs-
nauðsyn á, að afla sér olíu.
Hér er ein ástæðan til ófriðar, en miklu hættulegri