Skírnir - 01.01.1936, Page 123
Skírnir]
Japan.
121
íyrir friðinn eru þó yfirráð Japana í Mansjúríu. Með þvl
að ná völdum í landinu, hafa þeir algerlega lokað Rússa
úti frá Kína, og bægt þeim frá að hafa nokkur bein verzl-
unarviðskipti við Kínverja. En eins og vænta má þola
Rússar þetta illa, og hafa þeir nú á síðustu tímum leitað
nánari samvinnu við höfuðandstæðinga Japans í Kyrra-
kafi, Bandaríki Norður-Ameríku. Það hefir vakið mikla
athygli, að þegar Rússar skipuðu sinn fyrsta sendiherra
í Washington, þá völdu þeir til þess sérfræðing í jap-
önskum málum, mann, sem áður hafði verið fulltrúi þeirra
í Tokyo.
Þannig er þá málum komið. Japanar hljóta að halda
áfram að leggja undir sig lönd í Austur-Asíu, annaðhvort
uieð vopnum eða samningum. Þeir geta ekki annað. En
jafnframt er það, að Rússar munu beita sér af alefli móti
auknum landvinningum Japana, og það eru ekki miklar
líkur til þess, að hægt verði að jafna þessar deilur á frið-
samlegan hátt. Hitt er miklu líklegra, að vopnin verði lát-
in skera úr.
Japanar hafa háð fjögur stríð á rúmlega hálfri öld,
°g jafnan unnið sigur. En þeir hafa aldrei átt við and-
stæðing, sem stóð þeim jafnfætis. Þess vegna verður engu
sPáð um, hvernig þeim mundi ganga í ófriði við Norður-
álfuþjóðir nú á dögum. En eitt er víst, þeir þola ekki lang-
an ófrið. Þeir hafa jafnan háð stríð sín með skyndiá-
hiaupum og skjótunnum sigrum. Fátækt landsins og skort-
Ur á hráefnum gerir þeim ókleift að heyja langvinnan
ófrið.
Enginn efast um hreysti og herkænsku japanskra her-
nianna, en nú á dögum eru stríð unnin eins mikið heima
fyrir, og á vígstöðvunum. Samheldni þjóðfélagsins, og
næg framleiðsla á vopnum og vistum eru fyrstu skilyrðin
til þess að hægt sé að vinna sigur. Þó Japana muni varla
skorta samheldnina, þá vantar auðæfin og framleiðslu-
skilyrðin.
Rússar auka sífellt her sinn í Austur-Asíu og styrkja
þar völd sín. Japanar geta ekki keppt við þá til lengdar.