Skírnir - 01.01.1936, Page 125
Ómagahald, matgjafir o. fl.
Eftir Tryggva Þórhallsson.
Frá því er sagt í Reykdælasögu, að um það bil manns-
aldri fyrir kristnitöku gerði harðan vetur norður þar.
Áttu Reykdælar fund að Þverá, að Ljóts hofgoða, og það
sýndist mönnum ráð á samkomunni að heita til veðra-
bata. Hinn heiðni prestur, Ljótur hofgoði, vildi því láta
heita,að gefa til hofs,en bera út börn og drepa gamalmenni.
Þó að Ljótur hofgoði fengi þessu eigi ráðið, sem al-
kunnugt er, er þessi saga allmerkileg lýsing á hugsunar-
hætti íslendinga í heiðni, og er eftirtektavert, að sagan
er um heiðinn prest. Er ekki að undra, þótt í lögum væri
heimilað að bera út börn, þar sem slíkur hugsunarháttur
var ríkjandi. Af þeim lagastaf má hiklaust draga þá álykt-
un, að allur þorri manna í heiðnum sið á íslandi hafi
fremur hugsað eins og Ljótur hofgoði en Áskell goði,
enda segir svo í Reykdælasögu, að „margir menn mælti
í móti í fyrstu“, þeirri tillögu er Áskell bar fram.
Svo ríkur var þessi hugsunarháttur, að þá er kristni
var lögtekin, þótti ekki fært að banna útburð barna með
öllu. Eigi fyrr en alllöngu síðar þótti fært að banna slíkt
algerlega í íslenzkum lögum.
Katólska kirkjan flutti með sér nýja lífsskoðun um
þetta efni. Hefir það jafnan verið höfuðeinkenni katólsku
kirkjunnar, í öllum löndum, að leggja mjög mikla áherzlu
á hvers konar líknarstarfsemi og ölmusugjafir. Á öllum
tímum hefir hún talið það sérstaka skyldu sína að ann-
ast fátæka og umkomulausa. Engin kirkja mun hafa lagt