Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 126
124
Ómagahald, matgjafir o. fl.
[Skírnir
jafnríka áherzlu á skylduna að gefa, enda hefir engin
kirkja lagt eins mikla áherzlu á, hver himnesk laun hlotn-
uðust þeim, sem gæfi. Starfsemi katólsku kirkjunnar á
þessu sviði er einn fegursti þátturinn í sögu hennar.
Söguheimildir íslenzkar gefa allljósa mynd af því,
hvernig kirkjunni varð ágengt um þetta starf hér á landi.
Verður það ljóst, að henni hefir tekizt, og það á tiltölu-
lega stuttum tíma, að gerbreyta hugsunarhætti Islendinga
að þessu leyti. Er það ein sönnunin, og ekki hin ómerk-
asta um það, hversu föstum tökum hin katólska kirkja
náði á íslenzku þjóðinni.
Eitt hið elzta skjal um kirkjusögu Islands, sem til er
enn, er skráin um gjöf Tanna og Hallfríðar til sælubús
á Bakka — Ferjubakka í Borgarfirði (D. I. I, 24). Ritar
Jón Sigurðsson um hana merkilega ritgerð og árfærir
um það bil til 1100. Má kalla skrána elzta íslenzka mál-
dagann og þykir rétt að tilfæra hér í heilu lagi, að breyttri
stafsetning:
„Tanni og Hallfríður þau lögðu helming Bakkalands
til sælubús þess, er þar er, að ráði Gissurar biskups og
að lofi erfingja. Þar fylgja kýr 10 og 6 tigir áa og bátur
nýr. Tanna forráð skal á stað þeim meðan hann lifir, en
þá biskups þess, er í Skálholti er. En sá maður, er þar býr,
skal ala menn alla, þá er hann hyggur til góðs að alnir sé“.
Jón Sigurðsson kallar þessa stofnun almennt gisti-
hús og er það réttnefni. Ferjubakki er í þjóðbraut og
mikil umferð yfir ána. Því er báturinn gefinn, til þess
að ferja yfir ána. Og allir góðir menn eiga að fá þar mat
ókeypis, og vafalítið gistingu líka.
Féð, sem þau Tanni og Hallfríður gefa, og það er
ekki lítið, er gefið í góðgerðaskyni. Það er biskupinn í
Skálholti, Gissur ísleifsson, sem leggur ráðin á og er vafa-
laust hvatamaðurinn. Og þá er gefandinn sjálfur er fall-
inn frá, á yfirmaður kirkjunnar að hafa forráð og sjá
um að áfram verði haldið þeirri góðgerðastarfsemi, sem
gefið er til.
Hundrað árum eftir kristnitöku er þessi fyrsta gjöf