Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 127
Skírnir]
Ómagahald, matgjafir o. fl.
125
gefin, sem við þekkjum. Hún er upphaf nálega óteljandi
slíkra gjafa, stærri og smærri, henni hliðstæðra um þetta
tvennt: að gefið er til líknarstarfsemi og að kirkjunni er
falið á hendur að inna starfið af hendi. Og vafalaust er,
að bein og óbein áhrif kirkjunnar eru orsök allra gjaf-
anna og allrar þessarar starfsemi. Á hundruðum staða
má rekja þessa slóð í síðari máldögum.
Á Staðarhrauni á Mýrum er það ákvæði sett í kirkju-
fnáldaga 20 árum síðar en sælubúið var stofnað á Ferju-
bakka: „Sá maður, er þar býr, skal ala um nótt hvern
ttiann, þeirra er hann hyggur til góðs að alinn sé“ (D. I.
26). Er fordæmið frá Ferjubakka bersýnilegt. — Á
Miklaholti vestra er kveðið svo að orði í kirkjumáldaga
írá 1181: „Þar skal ala menn alla þá, er sér mega eigi
Sata mat og klæði fyrir æsku sakir, elli eða vanheilsu“
(D- I. I, 62), og á Keldumýri á Síðu „skal ala alla þurfa-
menn og þá, er fara skyldra erinda“ (D. I. I, 82).
Algeng eru þau ákvæði í máldögunum, að gefa fátæk-
um mönnum mjólk úr þeim kúm, sem kirkjunum eru gefn-
ar- Á Görðum á Akranesi er „sjá skyld á þrem kúm, vet-
ur og sumar, að gefa nyt undan hvern föstudag meðan
oijólk er, undan annarri hvern þváttdag, undan hinni
briðju hvern drottinsdag“ (D. I. I, 113), og sams konar
akvæði er í Næfurholti á Rangárvöllum (D. I. II, 438). —
Á Kolbeinsstöðum á að gefa undan einni kú í annað mál
(Vilkin), á Egilsstöðum í Flóa á að gefa tvo daga í hverri
yiku mjólk undan einni kú (Vilkin; D. I. VI, 304). Á
Hofi á Rangárvöllum á að gefa nyt undan tveim kúm að
’norgni laugardaga eða drottinsdaga (Vilkin) og í Ási í
Holtum á kirkjan „Ólafskú“ og á að „gefa undan mjólk-
ina í bæði mál“ (Vilkin), en samkvæmt síðara ákvæði:
»gefa mjólk undan einni fátækum mönnum hvern mio-
vikudag í bæði mál“ (D. I. VI, 307).
Mörg önnur dæmi slík eru um gjafir af kirkjufjám
H1 matar og klæða þurfamönnum. Á Grýtubakka á að
gefa árlega 3 fjórðunga smjör (D. I. II, 446; III, 571;
IV, 569). I máldögum Þönglabakkakirkju segir svo, að