Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 129
Skírnir]
Ómagahald, matgjafir o. fl.
127
kýr með þeim skilmála, að þar skyldi lúkast af fátækum
mönnum árlega 12 álnir í kosti þrisvar: Maríumessu í
föstu, skírdag og páskadag, réttlukt í öllum mat (D. I.
■^II, 10). Á Ölfusvatni skal gefa einnar kýr nyt frá því
er 7 vikna fasta kemur hvern drottinsdag, unz líður hvíta-
öaga og Maríumessu af föstu og Ölafsmessu og uppstign-
Jngardag og hvern drottinsdag frá Ólafsmessu til vetrar
(H- I. I, 60), og á Breiðabólsstað á Síðu skal gefa nyt fjár
Þess alls, er kristsbúi fylgir, Maríumessu hina fyrri að
ftiorgunmáli og karlmannsverð jóladag hinn fyrsta og
hinn áttunda dag og hinn þrettánda, skírdag og páska-
dag, uppstigningardag og hvítdrottinsdag (D. I. I, 33;
Vilkin). Á Keldumýri á Síðu er nálega alveg sama ákvæð-
ið og því bætt við, að „lamb skal marka úr stekk hvert
v°r og skal Pétur ábyrgjast og gefa um haustið, er aftur
kemur“ (D. I. I, 32).
Á öðrum kirkjustöðum á að taka fátæklinga sérstak-
lega að sér á stórhátíðum. Á Ási í Fellum á að fæða fá-
taskan mann frá pálmadegi og fram yfir páskaviku (Vil-
kin). — Á Spákonufelli skal ómagi koma á Þorláksdegi og
Vera unz líður jól, öðru sinni á pálmasunnudegi og vera
t)ar til líður páskaviku og hið þriðja sinni að hvítadög-
um og vera unz líður sú vika (D. I. II, 470; III, 552). —
Á Stað í Hrútafirði skal fæða 3 fátæka menn á páska-
öug, á jóladag, allra heilagra messu og allar Maríumess-
ur (D. I. II, 485), og í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd skal
ala þurfamenn jafnmarga hjónum og eigi fleiri nema
VlUi: Jónsmessu um þing, Pétursmessu, Ólafsmessu, allra
heilagra messu, jólanótt, Maríumessu um föstu, skírdags-
aftan, Þváttnótt fyrir páska (D. I. I, 55). En stórfeng-
legastar eru þessar gjafir heima á Hólum. Segir svo í
sógu Lárentíusar biskups um ákvæði hans: „Á langa-
föstu voru innteknir fimm fátækir og voru þeir fram
yfir páskaviku. Á Mikaelsmessu á haustið skyldi ráðs-
^aður stika niður 20 hundraða vöru í vaðmálum. Þetta
skyldi gefa fátækum mönnum í vald um veturinn og
fram yfir hvítadaga. Skyldi gestamaður þetta út gefa og