Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 130
128
Ómagahald, matgjafir o. fl.
[Skírnir
skipta með fátækum mönnum, þeim sem honum þóttu
mest þurftugir, eður biskupinn vísaði til hans, fyrir
stærstu hátíðir---------“ (Bps. I, 849—50). — Má loks
enda þennan kafla með því, að á Kálfafelli í Fljótshverfi
skyldi lúka fátækum mönnum 12 aura vöru á langaföstu
(D. I. II, 502; Vilkin), á Valþjófsstað skyldi greiðast fá-
tækum mönnum eyrir hvern páskadag (Vilkin; D. I. V,
571), á Urðum í Svarfaðardal skyldi gefa 3 fjórðunga
smjörs og hálfa vætt skreiðar hvern Andrésmessudag og
ævinlega (D. I. III, 336) og á Eyjólfsstöðum á Völlum
lúka 12 álnir fátækum mönnum Þorláksmessu um vetur-
inn (D. I. II, 217).
Mikill vísdómur kirkjunnar manna liggur því að baki
að beina gjöfunum í þessa átt — og er þó enn eigi lýst
nema broti þessarar starfsemi. Vafalaust eru margar
þessar gjafir gefnar á dánardegi, má sjá gögn fyrir því
um ýmsar, og er þá ekki að efa áhrif prestsins, sem „ole-
aði“. En þetta á þó enn oftar við um þær gjafir, sem
kirkjunni eru gefnar með því skilorði, að hún úthluti á
ártíðardag (dánardag) gefandans, eða sérstaklega til ætt-
menna hans, jafnhliða hinu, sem mýmörg dæmi má sjá
um, að sálumessur á að lesa íyrir gefandann. Þau dæmi
eru mörg og verður farið fljótt yfir.
Egill biskup Eyjólfsson gaf 10 hundruð Breiðabóls-
staðarkirkju í Vesturhópi með því skilyrði, að þar skyldi
aflúkast árlega ártíðardag hans fátækum mönnum vætt
smjörs og hálf önnur vætt skreiðar (D. I. II, 480). — Á
Kolbeinsstöðum á árlega að gefa 12 álnir á ártíðardag
Ketils, og sama á ártíðardag Unu (Vilkin). — Jörðin
Hraunsfjörður er gefin Helgafellsklaustri með þeim skil-
mála, að 6 fjórðungar smjörs skuli gefast ártíðardag
gefandans þurfamönnum af staðnum að Helgafelli (D. I-
VI, 13). — I Saurbæ í Eyjafirði ákveður gefandi gjöf á
ártíð sinni, 10 aura í vaðmálum og skæðum fátækum
mönnum (D. I. III, 573), í Vatnsfirði ákveða þeir feðgar
báðir í testamenti, Einar Eiríksson og Björn Jórsalafari,
að fátækum sé gefið hundrað í kosti árlega á ártíð þeirra