Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 131
Skírnir]
Ómagahald, matgjafir o. fl.
129
(D. I. III, 314; IV, 580), og á Grýtubakka gefast 2 kú-
^ildi með þeim skilmála, að gefast eiga 3 fjórðungar
smjörs árlega ártíðardag Eyjólfs bónda (D. I. III, 571).
-— Loks hugsa sumir gefendur sérstaklega til ættingj-
anna. Á Hofteigi í Jökuldal gefur maður bú með þeirri
■grein, að þar skal lúkast af ölmusa á hverjum 12 mánuð-
"M þeim fátækum manni, sem þurftugastur væri í hans
ætt — og auk þess gefa 10 aura fátækum (Vilkin). I
Hruna skal greiða 2 merkur fátækum manni einum skyld-
ustum af ætt Arnsteins (D. I. II, 405; Vilkin). Á Þvottá
í Álftafirði „skal reiða 18 aura annars hundraðs í mat-
skap ættmönnum Eyjólfs Skeggjasonar, eða fæða ómaga,
eftir því sem mönnum þykir mátulegt, gefa tvo málsverði
ú 12 mán., annan Pétursmessu, annan Maríumessu fyrri“.
Þannig er hún dreifð um allt land þessi tegund líknar-
starfsemi, sem kirkjan leysti af hendi. En hún er smá-
ræði hjá öðru. í kirkjumáldögunum má sjá mýmörg dæmi
þess, að kirkjan hefir mikið af vesalingum beinlínis á sínu
framfæri. Sú starfsemi er kostuð af kirkjufjám, alveg ut-
un við það, að fjórði hluti tíundar gekk til fátækra. Til
þeirrar starfsemi hefir kirkjan fengið sérstakar gjafir,
eins og til matgjafanna, sem fyrr er gert grein fyrir.
Hramlög almennings í kirkjunnar hendur í þessu skyni
eru miklu meiri, og þessi tegund líknarstarfsemi af kirkj-
unnar hálfu hefir komið að miklu almennari notum.
Eru svo margar frásagnir í máldögum og öðrum
skjölum um slíkar ómagavistir hjá kirkjunni, að ástæðu-
laust er að gera grein fyrir hverri einstakri. Með vissu
"ná færa rök að, að á 72 kirkjustöðum og kristsbúum
Lefir katólska kirkjan slíka ómaga á sínu framfæri, og
*ná sýna, að þeir hafi verið nálega 100, sem hún að jafn-
nði átti að annast. Víða stendur ákveðinn hluti jarðeign-
ar kirkjunnar eða sérstök jörð að veði fyrir ómagafram-
færslunni (t. d. D. I. VII, 89; III, 711), sums staðar lausa-
fé. En um hitt, hvernig búið hafi verið að ómögunum af
kirkjunnar hálfu, verður næsta lítið ráðið af heimildun-
um. — Er ómagahaldið mjög dreift um land allt, en þó