Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 132
130
Ómagahald, matgjafir o. fl.
[Skírnir
hlutfallslega langmest í Eyjafjarðar-, Suður-Múla- og
Vestur-Skaptafellssýslum. Bendir margt til, að hið mikla
ómagahald í Vestur-Skaptafellssýslu stafi frá starfsemi
Þorláks helga þar eystra, áður en hann varð biskup.
Þess ber að geta, að sama gildir um þessa starfsemi
sem gjafirnar, að kirkjan hefir ekki alltaf óbundnar hend-
ur um að ákveða, hver ómaginn skuli vera. I allmörgum
tilfellum er það maður eða kona úr sérstakri ætt. En á
kirkjunnar valdi er ráðstöfunin og að hennar hvötum féð
framlagt vafalaust langoftast, og mjög oft í testamentL
Rétt er þó að geta þess, að ekki er gert ráð fyrir í gjafa-
bréfi Lofts ríka (D. I. IV, 446), að kirkjan inni af hendi
þá ómagaframfærslu, sem hann gefur fé til, heldur synir
hans. En ekki er að efa, enda ber bréfið það með sér
greinilega, að hann er þar undir áhrifum kirkjunnar.
Á einstaka stað í máldögunum kemur ljóslega fram,
hversu óbundnar hendur kirkjan hefir um að ráðstafa
þessu fé. Ef henni lízt svo, ef t. d. sérstök þörf er ekki
fyrir ómagaframfærslu, getur hún í þess stað varið fénu
til þess að hafa fullkomnari guðsþjónustu á kirkjustaðn-
um, með því að hafa djákna á kirkjufjánum, auk prestsins.
Á Staðarhrauni á t. d. að vera: „karlgildur ómagi, ef
ekki er djákn“ (D. I. I, 26). í máldaga Húsavíkurkirkju
í Norður-Múlasýslu stendur svo: „ef ei er djákn til, þá
skal vera hundraðs ómagi“ (Vilkin). Á Miðbæli undir
Eyjafjöllum skal vera „kvengildur ómagi, ef eigi fær
djákn“ (D. I. I, 49; II, 421), og á Villingaholti í Flóa
skal vera „djákn eða kvengildur ómagi“ (D. I. II, 17; II,
401), sem að vísu síðar heitir einungis „kvengildur ómagi“
(Vilkin). — Meir að segja nær þessi ráðstöfunarréttur
kirkjunnar svo langt, að þó að ómagavistin sé bundin
við sérstaka ætt, getur hún snúið henni í djáknahald. Á
Kolbeinsstöðum á t. d. að vera „djákn eða kvengildur
ómagi úr ætt Ketils“ (Vilkin) og á Kirkjubóli á Rosm-
hvalanesi „djákn eða kvengildur ómagi að kyni Svart-
höfða“ (Vilkin).
Ómagahald gat einnig komið í stað almennrar þjóð-