Skírnir - 01.01.1936, Síða 133
Skírnir]
Ómagahald, matgjafir o. fl.
131
nytjastarfsemi (Saurbær á Kjalarnesi; D. I. I, 102; III,
13; III, 287; Vilkin).
Um 1200 er ómagahald og matgjafir á 18 stöðum.
Þegar þess er gætt, að ekki eru nema örfáir kirkju-
máldagar til svo gamlir, en ómagahalds eða matgjafa-
skyldu getið í þeim nálega öllum, mun óhætt að fullyrða,
að mjög mikið af þessari starfsemi kirkjunnar hafi haf-
izt þegar á fyrstu og annarri öldinni, sem hún starfaði.
Langtíðast er að vísu, að fyrsta vitneskja um þessa starf-
semi er frá 14. öld. En ástæðan til þessa er vitanlega sú,
að máldagar eru ekki til eldri frá langflestum kirknanna.
En gjafirnar í þessu skyni halda áfram. Má einkum
toinna á gjafa- og testamentisbréf Lofts ríka (D. I. IV,
446) og Þorvarðs Loftssonar (D. I. IV, 720). Á 16 jörð-
um skipar Loftur ómagahald, en Þorvarður á fjórum, og
ttmir en 20 kirkjum gefur Þorvarður rausnargjafir. 1
Fornbréfasafninu úir og grúir af vitnisburðum um, hversu
írábærlega vel kirkjunni hefir fénazt með frjálsum gjöfum.
Katólska kirkjan hefir gerbreytt hugsunarhætti ís-
lendinga í þessu efni á fáum mannsöldrum. Stórfé fá þeir
kirkjunni í hendur, af frjálsum vilja, til þess að hún ynni
af höndum líknarstarfsemi fyrir.
Þetta er hinn órækasti vottur um áhrifavald kirkj-
unnar, traust það,sem hún hefir notið,og vinsældir hennar.
Sú skoðun, sem hingað til hefir verið algeng, að ka-
tólska kirkjan á Islandi hafi fengið obbinn af auði sínum
Weð forsi og yfirgangi, er gersamlega röng. Þúsundum
saman liggja sannanirnar fyrir um það í máldögunum.
Engum getur blandazt hugur um, að katólska kirkj-
an vann mikið mannúðarstarf, er hún beindi fjármagni
manna í þessa átt og tók að sér að inna þetta verk af
hendi. Hins vegar má telja víst, að því aðeins hafi þessi
starfsemi orðið svona almenn og verið styrkt svo ríku-
lega af einstaklingum þjóðarinnar, að kirkjan hefir leyst
starfið vel af hendi að sínu leyti.
Þó að upplýsingar séu tiltölulega fáar um það í mál-
dögunum, er engin ástæða til að efa, að kirkjan hafi hald-
9*