Skírnir - 01.01.1936, Page 135
Merkilegt örnefni.
Eftir Margeir Jónsson.
I.
Árið 1928 samdi Jóhann hreppstjóri Sigurðsson á
Sævarlandi örnefnalýsingu um Laxárdal, eftir tilmælum
mínum.
Meðal munnmæla-kunnra staða, sem hann telur, er
örnefnið Hvalurð; en svo heitir stórgrýtisurð við sjóinn,
norðan í Tindastóli, háu fjalli austan Laxárdals, eins og
kunnugt er. Áðurnefnd urð nær upp á „miðja kletta“,
som eru þar fyrir ofan, og eru þeir þverhníptir og há-
ir mjög.
Æfagömul munnmæli og alþekkt í sveit Jóhanns
íylgja örnefni þessu og eru sögð á þennan veg í hand-
riti hans:
Þar sem nú heitir Hvalurð, „er sagt að hafi rekið
hval til forna, og út af honum hafi risið deila milli Sævar-
landsbóndans og Hvammsprestsins; og hafi prestur svar-
ið, að hann á hvalfjörunni stæði á Hvammsjörð, en hafi
áður tekið grasrót í skó sína úr Hvammskirkjugarði. Seg-
ir svo sagan, að þá er þetta var um garð gengið, og bóndi
var farinn af hvalfjörunni og menn hans, hafi sézt mað-
ur koma á brúnina fyrir ofan með sprota í hendi, sem
hann sló á bergið, og hafi þá skriðan fallið yfir prestinn
°g menn hans, ásamt hvalnum, og séu þeir þar grafnir“.
Jóhann tekur það fram, að sögn þessi geti verið gamall
tilbúningur, ósannur í öllum atriðum; en frá þessu er sagt
nákvæmlega eins og hann heyrði munnmælin sögð af
öðrum.