Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 136
134
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
Þegar eg las þessa sögn, rifjaðist það upp fyrir mér,
að munnmælasaga þessi væri prentuð í Þjóðsögum Jóns
Árnasonar (II. b., bls. 41). Og vegna þess, að finna má
sannsöguleg rök fyrir þessum atburðum, þó að þeir virð-
ist ærið þjóðsögukenndir, tek eg söguna orðrétta hér upp-
enda er hún talsvert fyllri og réttari í sumum atriðum,
eins og síðar verður sýnt. Sagan er skrásett af séra Páli
Jónssyni, presti í Hvammi, og fleirum um árið 1856 „eft-
ir gömlum manni á Skaga“ og „sögnum úr Skagafirði",
og má því líklegt teljast, að sagan hafi þekkzt í þeirri
mynd um og fyrir aldamótin 1800, og verði því að álítast
réttari, þar sem sagnirnar greinir á, ef annað sker ekki
úr. í Þjóðsögunum er sagan svona: „Vestanvert við
Skagafjörð er stórt fjall og afarhátt. Það heitir Tinda-
stóll. Gengur það allt í sjó fram, og skilur Laxárdal hinn
ytra og Reykjaströnd. Fyrrum voru ferðir alltíðar milli
sveita þessara, og fóru menn þá jafnan með sjó fram, því
það hefir verið skemmstur vegur, sem sjá má af afstöðu
fyrrnefndra byggðarlaga; en undirlendi eða fjörumál var
þá allsstaðar nokkurt undir Stólnum. Að vísu hafa þá þó
verið til fleiri leiðir, sem enn eru tíðkaðar, og liggur ein
þeirra út Laxárdalsheiði.
Einhverju sinni bar svo við, að hval rak á Reykja-
fjöru, norðan undir Tindastóli. Var þá gerður mannsöfn-
uður á Reykjaströnd til hvalskurðar. Þegar Laxdælir
fréttu hvalrekann og skurðinn, gerðu þeir og mannsöfn-
uð, og gekkst mest fyrir því presturinn í Hvammi og
djákninn, því þeir vildu eigna Hvammskirkju allan reka
á því sviði, og fóru á fund Reykstrendinga, er voru að
hvalskurðinum. Slóst þar í illdeilur með þeim, er hvorir-
tveggja þóttust eiga hvalinn, en hvorugir vildu vægja
fyrir hinum. Þó kom svo fyrir umtölur góðgjarnra manna,
að Laxdælir skyldu mega sanna með eiði, ef þeir treyst-
ust, að þeir ættu land það, er hvalurinn var á rekinn, og
skyldu þá Reykstrendir ekkert af honum hafa. Gengu
Laxdælir svo að hvalnum og unnu eiða, að því, að sú jörð
er þeir stæðu á, væri Hvammskirkju eign á Laxárdal-