Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 137
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
135
Enda var svo, að jörð sú, er var í skóm þeirra, var
Hvammskirkju eign, en sú jörð, er var undir skóm þeirra,
var eign Reykja á Reykjaströnd, því (að) þeir höfðu rist
grassvörð fyrir illeppa í skó sína, í Hvammskirkju landi,
aðrir segja í kirkjugarðinum í Hvammi, áður þeir fóru
norðan.
Þegar þeir höfðu unnið eiðinn, létu Reykstrendir rek-
ann af hendi, en Laxdælir tóku til skurðar. En er þeir
höfðu skamma stund skorið hvalinn, féll skriða úr Stóln-
um yfir þá og hvalinn, svo þeir týndust þar allir, nema
drengur einn, sem ekki hafði unnið eiðinn. Hann komst
aðeins undan að flytja Laxdælum tíðindin, sem gerzt
höfðu í för hans. En skriðan huldi ekki einungis hvalinn
°g mennina, heldur tók hún gersamlega af veginn, er ver-
ið hafði allt til þess norðan undir Tindastóli. Sú skriða
heitir síðan Hvalurð. Það er sögn manna, að hvítklæddur
fnaður hafi sézt uppi á fjallinu, áður en skriðan losnaði;
hafi hann átt að hafa sprota í hendi og lostið honum á
fjallið, þar sem skriðan tók sig upp“.
Svo er að sjá, að Jón Árnason hafi haft heimildir
fvá fleirum en séra Páli fyrir sögn þessari, því að neðan-
máls getur hann þess, að í sögn Páls sé sagt að djákninn
(í Hvammi) hafi komizt undan í það sinn, er skriðan féll,
'en farizt á heimleið í polli nokkrum mjög djúpum „ná-
lægt miðja vega milli Hvamms og Skíðastaða“ og „heitir
þar síðan Djáknapollur“. Er nafnið rétt á pollinum, sem
þekkist enn í dag með þessu nafni. Ennfremur getur J*. Á.
bess neðanmáls, að „aðrir segi“, að hvalinn hafi borið á
Sævarlandsfjöru, og að deilan hafi verið á milli bóndans
á Sævarlandi og prestsins í Hvammi. Er þá farið að bóla
á því mishermi, sem í nútíðarsögninni stendur. En því er
sagan tekin eftir báðum áðurgreindum heimildum, til að
sýna hve lítið breytast aðalatriði sögunnar, sem auðsjá-
anleg eru: Rekafjaran er eign Reykjabónda, og hvalinn
ber því undir hann; Laxdælir ná hvalnum með brögðum
röngum eiði, og loks slysið, skriðuhlaupið, sem er
hefndin fyrir svikin. Og ef til vill er það þessi „refsidóm-