Skírnir - 01.01.1936, Síða 138
136
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
ur Guðs“, sem haldið hefir sögu þessari svo lifandi í þjóð-
trúnni, því að hefði urðin ekki myndazt og slysið ekki orð-
ið, mundi hvalsagan hafa að líkindum gleymzt, því að
mörg voru þau málin fyrr á öldum, sem unnin voru með
eiðatökum, og gleymdust smám saman, þó að eitthvað
væri óhreinn sigurinn. Svo hefir það verið á öllum öld-
um, síðan eiðar þekktust.
En er nú nokkur fótur fyrir greindum atriðum? Er
ekki þessi saga rótlaus tilbúningur, eins og mörg munn-
mæli eru? munu ýmsir spyrja. Það er eðlilegt og sjálfsagt
að slíkar spurningar vakni í sambandi við munnmæla-
sagnir, sem oft hanga einungis á einu örnefni, sem örfáir
menn þekkja þar í grenndinni.
Þeir, sem nokkuð þekkja til slíkra sagna yfirleittr
vita bezt að þeim má varlega trúa. Veldur þar margt um.
Séu þær gamlar mjög, er hætt við, að ýmsum atriðum sé
inn í þær skotið á löngum tíma, enda eru sögumenn þá
margir og misjafnir. Og sé eitthvað hæft í slíkum sögn-
um, má búast við, að mikilsverð atriði gleymist eða brjál-
ist svo, að þau minni lítið á raunverulega atburði. Það er
sjaldnast, að unnt sé að styðja sanngildi gamalla munn-
mæla við skjalfesta vitnisburði samtímis atvikunum, er
sagnir snúast um, og þess vegna er hægt að efast um og
jafnvel neita „gömlum munnmælum" sem gagnlegum
heimildum, þó að sönn rök liggi þeim til grundvallar.
Örnefnasagnir eru sérstæðar á þessu sviði, að því
leyti sem þær styðjast við örnefni eitt eða fleiri og með-
an örnefnið týnist ekki og gleymist gersamlega, lifir oft
eitthvert brot af sögunni með nafninu, og er þá oft hægt
að ganga úr skugga um, hvort sagan sé sönn, með grefti,
t. d. í dysjar, húsarústir o. fl. En einnig það getur átt sér
stað, að hægt sé að sanna með órækum vitnisburðum ein-
hverja mergjaða þjóðsögu. Og þau gögn eru nú fyrir
hendi, að fyrrgreindri hvalrekasögu verður bjargað úr
greipum efans, að því leyti sem til hvalrekans og eiðanna
tekur. En þá verða lesendur að fylgjast með mér aftur í