Skírnir - 01.01.1936, Side 139
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
137
tírnann, til 14. aldar, og kynnast nokkrum mönnum, sem
bá var mikið um talað.
II.
Eftir miðja 14. öld bjó á Ökrum í Blönduhlíð Bryn-
Jolfur ríki Bjarnarson, prests Brynjólfssonar og Ingunn-
ar Grímsdóttur Einarssonar skikkjupeðs. íslenzkar ár-
tíðaskrár telja, að Brynjólfur hafi dáið 14. febr. 1381.
Hann var stórauðugur maður. Og í Sýslumannaæfum (I.
K bls. 10) er hann talinn að hafa haft einhver völd á
hendi fyrir hirðstjóra í Þingeyjarþingi. En það mun tæp-
^ga rétt. Og ráðsmaður Reynistaðarklausturs er hann
Sagður verið hafa árið 1378 (Smæfir). Vissa er það, að
avallt þar sem hann er nefndur í fornbréfum er hann tal-
lnn með fremstu virðingamönnum, venjulega næstur á
eftir prestum og öðrum geistlegrar stéttar mönnum. Er
hað skýr vitnisburður um það álit, er samtímamenn hafa
haft á honum, því að í dómum og öðrum vottfestum
gjörningum voru nöfn þeirra manna, sem metorð, auð-
legð og völd höfðu 'meiri, rituð fyrst og síðast hinna, sem
’ninnst höfðu álitið. Þegar Brynjólfur dó, skiptist jarða-
eign hans, sem var mikil, milli barna hans: Björns, Bene-
dikts, Ingunnar og Jórunnar. Þær systurnar giftust auð-
ugum bændasonum. Ingunn átti Þorgils Jónsson og munu
hau hafa búið á Víðimýri eftir 1400 og áttu þá fjölda
Jarða, og meðal þeirra margar á Vestfjörðum (sbr. DI.
III. , 704—705, og Smæfir I., 305).
Jórunni eignaðist Ólafur Sigurðsson, lögmanns Guð-
^nundssonar (hins síðara) og er kaupmálabréf þeirra gert
litlu eftir dauða Brynjólfs, föður hennar (eftir 14. febr.
1381). Björn Brynjólfsson er þá giftingarmaður systur
sinnar, og af því má ráða, að faðir þeirra hefir verið dá-
lnn, enda getur hans ekki í skjölum eftir þetta (sjá DI.
IV. , 18—14).
Líklega hafa þau Ólafur og Jórunn búið á Ökrum
nni skeið og haft þar mikið bú, því að jarðaauður og lausa-
lá rann þar saman frá tveimur ríkisættum. Ólafs er get-