Skírnir - 01.01.1936, Side 140
138
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
ið í nokkrum bréfum og af því má sjá, að hann hefir þótt
virðingarverður bóndi, sakir ættar og auðlegðar.
Benedikt Brynjólfsson giftist Margréti Eiríksdóttur
ríka á Svalbarði. Fékk hann með henni stóreignir í jörð-
um, og bjó Benedikt stórbúi í Vík í Sæmundarhlíð um
hríð. Gizkað er á, að hann hafi um stundarsakir haft op-
inber völd (sbr. Smæfir I., 440), en það er órannsakað
mál. Vafalaust hefir hann þótt áhrifamaður og höfðingi
í bændaröð sem Brynjólfur faðir hans, ekki sízt meðan
auðurinn var nógur. En ekki hefir þeim hjónum orðið
haldsamt á öllum arfahlutum, er þeim tilféllu (sbr. DI.
III., 762). Systkini þessi giftust því inn í all-áhrifamiklar
höfðingjaættir og juku með því auð sinn og virðulegt
álit. Er þetta tekið fram til þess að sýna, að engin
aukvisaætt eða fátæktartengsl stóðu að Birni Brynjólfs-
syni, en af honum skal nú gerr sagt, því að hann lenti í
allmerkilegum málaferlum, sem auðsjáanlega eru undir-
rót áðurgreindrar þjóðsögu.
Kona Björns var Málmfríður, dóttir Eiríks ríka
Magnússonar Brandssonar á Svalbarði, en systir Málm-
fríðar var Margrét, kona Benedikts, sem áður er greint
(sjá Isl. Ártíðaskrár, bls. 165, og Smæfir I., bls. 15). Fékk
Björn vitanlega með konu sinni jarðaeign mikla og varð
stórauðugur maður.
III.
Árið 1879 hinn 21. maí er Björn Brynjólfsson stadd-
ur á Miklabæ í Blönduhlíð, sem er skammt frá Stóru-
Ökrum, föðurleifð Björns. Þá fer þar fram jarðakaup.
Hjónin Hallvarður Hallkelsson og Valgerður Brandsdótt-
ir selja þá Sævarland í Laxárdal Guðbjarti presti Eyjólfs-
syni, og er þetta kaup vottað af fimm mönnum. Meðal
þeirra er Björn Brynjólfsson og er hann talinn næstur á
eftir Jóni presti Bjarnasyni í vottaröðinni. Þetta er það
fyrsta, sem eg get fundið um Björn. Má af þessu ráða, að
þá hefir hann verið fulltíða maður, og gæti verið fæddur
um 1340—50.