Skírnir - 01.01.1936, Síða 142
140
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
Hann eignast Reyki eftir föður sinn, sem hafði búið þar
áður en hann fluttist að Ökrum. Hvenær Björn hefir setzt
að á Reykjum er ekki alveg víst, en þar er hann búandi
eða hefir þar bú árið 1386. Þá á hann í flóknu máli við
prestinn í Hvammi og Hólabiskup, og rís það út af hval-
reka, sem borið hefir á land á því svæði, þar sem nú heit-
ir Hvalurð.
Það mun hafa verið fyrir nýár 1386, sem hval þenn-
an hefir rekið, og af vitnisburðarbréfum, sem enn eru til
um mál þetta, má sjá að hvalinn hefir rekið norðan við
svonefndan Lendingarstein, en sunnan við áðurnefnt
Raufarberg. Og samkvæmt því rekamarki í sölubréfi um
Sævarland 7 árum áður, hefir hvalinn rekið á Reykja-
fjöru. Þá var prestur sá í Hvammi, er hét Björgúlfur 111-
ugason. En ráðsmaður á Hólum var Þórður prestur Þórð-
arson, og hafði hann umboð fyrir Hólastól á reka þeim, er
stóllinn átti að hálfu móti Hvammskirkju. Prestar þess-
ir eigna Hólakirkju og Hvammskirkju fjöru þá, er hval-
inn bar á, og taka hvalinn þegar til skurðar, sem kirkn-
anna eign. Björn, sem eigandi Reykja, álítur aftur á móti
að rekinn sé Reykjaeign, telur sig rangindum beittan og
kærir hvaltökuna. Officialis Hólastóls var þá Einar prestur
Hafliðason. Bréf þau, er um mál þetta hafa geymzt, sýna,
að hann er rannsóknari þessa máls að öllu leyti. Mun Jón
biskup skalli Eiríksson (b. 1358—1390) hafa falið honum
málið. Einar tekur svo málið fyrir á Sjávarborg 15. jan.
1386. Þar er Björn mættur og áðurgreindir tveir prestar
með allmarga Laxdælinga, til að bera vitni „um eign á
þeim reka og hval, sem Björn Brynjólfsson hafði ákært
og sér eignað“. Lýsir Einar Hafliðason þá rétt stefnda
„eftir vorum úrskurði af Jóni biskupi“. (DI. III. 388).
Á réttarstefnu þessari eru svo mættir tylftardóms-
menn, þeir er skipaðir hafa verið til að dæma málið, og
eru 6 prestar og 6 leikmenn í dómnum. En það er ekki of-
djörf ályktun, að biskup, eða Einar í hans stað, hafi ráðið
vali allra dómsmanna.
Þar sverja fyrst þrír menn það, að „kirkjan í Hvammi