Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 143
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
141
°g Hólakirkja ætti reka allan undir Björgum utan frá
Stapa *) og inn til Lendingarsteins, sem stendur undir
mnanverðum Tindastóli, og þann stein sóru þeir reka-
mark vera millum Reykja og Hvammskirkju“.
Ennfremur sóru þar aðrir þrír menn þennan vitnis-
burð: Þeir höfðu „oftlega farið undir Björg og í gegnum
Þá rauf, sem var í Raufarbergi og nú er afbrotin, og stein-
ar standa þar nú eftir, er raufin var áður, en nú affallin
Önnur ofar og er sú minni, og öngvir steinar þar framund-
an, svo að sjá mætti, eður merki væri að, eftir þeirra
skynsemi“.
Enn sverja þar þrír menn, og er einn þeirra af fyrri
vitnum, Eiríkur Hallsson. Bera þeir hið sama eins og fyrri
vitnin. „Og öngvan heyrðu þeir annan kallaðan Lending-
arstein en þann, fyrr en nú er hvalurinn kom“. Ennþá leiða
klerkarnir tvö vitni, Ófeig Halldórsson, sem búinn var að
sverja áður, og Finnu Þorkelsdóttur, og sóru þau að rekið
hefði „tré ellefu álna eður tólf á sandinum, skammt út frá
steini þeim, er stendur undir innanverðum Tindastóli, þeg-
ar síra Ögmundur Þorgeirsson 1 2) hélt staðinn í Hvammi.
Brynjólfur bóndi, sem þá átti Reyki, hefði þá tilkomið og
séð hvar rekið var. Farið síðan út til Hvamms, og boðið
síra Ögmundi verð fyrir tréð. En Ögmundur vildi ekki
selja tréð, kvaðst gefið hafa það síra Marteini, sem hefði
sækja látið tréð heim til sín“. 1 þessu dómsbréfi síra Ein-
ars, er það tekið fram af Einari, sem vafalaust hefir sjálf-
Ur samið bréfið, að Björn Brynjólfsson hafi „sinna vegna
engin próf leitt“, þótt hann væri „oftlega beiddur og
krafður af oss að tjá sín próf og skilríki, áður en vér
tókum nokkur próf kirknanna“. Varla þarf að taka það
fram, að allir dómendur voru á bandi síra Einars, sem
yfirheyrði vitnin og sat sjálfur í dómnum, sbr. niðurlags-
1) Nú: Sævarlandsstapi, og er hann sýndur á uppdrætti Her-
foringjaráðsins.
2) Prestur í Hvammi 1330—1340 eða lengur. Vitni bessi hafa
bví verið um sjötugt eða meira.