Skírnir - 01.01.1936, Side 144
142
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
orðin: „meður oss hér um settu“ (= dómsmenn), enda
voru 6 prestar í dómnum. Sögðu þeir „í guðs nafni ann-
að í dóms sæti sitjandi og dæmdu Hólakirkju og Hvamms-
kirkju til æfinlegrar eignar allan reka hvala og viða utan
frá Stapa og inn til Lendingarsteins, sem stendur undir
innanverðum Tindastóli“, o. s. frv.
Þegar Einar Hafliðason hafði fellt dóm þenna í mál-
inu, ásamt dómendum sínum, um eignarétt á fjörunni,
lét hann enn á ný tvo menn, Kormák Helgason og Þor-
varð Hallvarðsson, sem voru meðal fyrri vitnanna, eið-
festa það, að „hval þann, er kom í vetur út undir Björg-
um“, hefði rekið á land út frá Lendingarsteini, milli
(hans) og Raufarbergs, á þeim sama reka, sem áður var
svarinn, og úrskurðaður til fullrar eignar" oftnefndum
kirkjum. Með þessum eiðatökum var þá hvalurinn orðinn
eign kirknanna og dæmdur svo að segja af öðrum aðilj-
anum. Og þar með lauk sjálfu hvalmálinu.
En ósigur Björns var þó ekki fullkominn í augum bisk-
upanna. Hann hafði reist ákæru um eign, sem tylftardóm-
ur biskups hafði dæmt að vera kirkjueign, jafnvel „heil-
agrar Hólakirkju“, og þess vegna varð að auðmýkja hann
fyrir slíka ásælni. Þess vegna er honum stefnt til Hóla af
biskupi skömmu eftir vitnastefnuna á Sjávarborg, og þar
er Björn staddur 13. febrúar, eða hér um bil mánuði síð-
ar. Þar kvittar Jón biskup Björn fyrir ákallið til hvalsins.
Vil eg leyfa mér að taka orðréttan kafla úr bréfinu: „Vér
bróðir Jón með guðs náð biskup á Hólum kunngerum .. •
að sakir þess, að Björn bóndi Brynjólfsson sór fyrir oss
svofelldan bókareið, að það ákall sem hann hafði veitt til
reka, út undir Björgum og þess hvals er þar kom á, og nú
er eftir úrskurði síra Einars (Hafliðasonar) officialis orð-
inn eign kirknanna á Hólum og í Hvammi, gjörði hann ei
sakir þess, að hann vildi undir sig draga kirknanna eign,
heldur fyrir þá sök, að hann hugði fyrir margra manna,
sögn og handfestu það sína eign og föðurarf verið hafa.
Svo ei síður trúðum vér vel og margir góðir menn aðrir
fyrir þá alla meðferð, sem Björn hafði haft í sögðu máli, þó