Skírnir - 01.01.1936, Page 145
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
143
að öngvan eið hefði hann þar um svarið; því með ráði og
samþykki vors officialis og margra annara lærðra manna
er í hjá oss vóru, gjörðum vér meðr handabandi Björn
bónda Brynjólfsson ... og hans erfingja af fyrsögðu til-
kalli hvals og reka og öllurn öSrum sérhverjum greinum
sem hann hafði fram farið í þessum málum, og honum
ftiáttu til sekta falla við áðurgreindar kirkjur .. . liðugan
°g öldungis kvittan svo fyrir oss, sem alla vora löglega eft-
iikomendur Hólabiskupa“, o. s. frv. (DI. III. 390—391).
Áhrifavald kirkjunnar kemur glöggt fram í þessu
bréfi. Því er beitt miskunnarlaust. Björn bíður algerðan
°sigur, en er tekinn — af náð — í sátt við kirkjuna. Það
er sáluhjálparatriði í augum „rétttrúaðra“ á þeim tímum.
IV.
Áðurgreint kvittunarbréf afhjúpar sannleikann í þessu
frsega hvalmáli. í fljótu bragði mætti það virðast harla
undarlegt, að Björn „beiddur og krafður“ á dómstefn-
Urmi á Sjávarborg, skyldi engin vitni leiða eða skilríki
sýna, máli sínu til varnar og vinnings. En þeir, sem kynna
sér málsmeðferð biskupa og þeirra umboðsmanna fyrir
siðabót, vita að sjaldnast voru önnur vitni krafin sagna,
en þau, er báru allt kirkjuvaldinu í hag. Hin voru venju-
kgast útilokuð, enda fengust alls eigi til vitnisburðar móti
klerklega valdinu á biskupsskipaðri dómstefnu. Þeir voru
ekki vanir því, biskuparnir, að láta sjást í úrskurðum sín-
urn eða dómum sinna útvöldu dómenda eiða, sem hvorir
stóðu gegn öðrum. Það gat hnekkt réttmæti dómsins, sem
ávallt varð að falla kirkjunni í hag, ef deilan stóð milli
hennar og leikmanna, eins og hér stóð á. Björn hlaut því
&ð standa varnarlaus og vitnafár fyrir máli sínu á Sjávar-
korg, sem fyrirfram var ráðið til lykta með vali dómenda.
Samkvæmt Rekabálki Jónsbókar verður ekki betur séð, en
að hvalrekamál heyri undir leikmanna-valdið. Björn mun
Í>ví varla hafa kært hvaltökuna fyrir biskupi, enda talar
Einar í dómsbréfinu aðeins um „þá ákæru“, en ekki að