Skírnir - 01.01.1936, Síða 146
144
Merkilegt örnefni.
[Skirnir
hann hafi kært „fyrir sér“, eða komið með hana „fyrir
sig“, en það orðalag er nokkuð algengt í fornum bréfum.
Björn hefir vitanlega farið á fund lögmanns, sem þá var
Þorsteinn Eyjólfsson á Urðum í Svarfaðardal (d. 1402).
Og hann hefir tjáð honum rök þau, er hann byggði kæru
sína á, en þau voru, skv. áðurgreindu kvittanabréfi, að
margir menn hefðu sagt honum, að þrætufjaran væri í
Reykjalandi, og þeir hafa handfest honum þá vitnisburði.
Það hafa vafalaust verið Reykstrendingar. Þá hefir hann
og bent á merkjalýsinguna í kaupbréfi um Sævarland 7—8
árum áður, sem hér hefir verið getið að framan. í þriðja
lagi hefir hans eigin kunnugleiki á merkjum Reykjalands
verið viss að hans áliti, því að föður hans mátti um merk-
in kunnugt vera, frá því að hann hafði bú á Reykjum, um
1340, og svo hefir Björn eignazt Reyki um 1381, að öllum
líkindum með þeim tilteknu ummerkjum, að Lendingar-
steinn væri landamerki á norðurmerkjum Reykjalands, en
sá steinn hefir að áliti Björns verið hjá Raufarbergi við
eða í sjó fram, en þegar Raufarberg brotnaði, sem sjá má
af tilfærðum vitnaframburði hér áður, hefir steinn sá rask-
ast eitthvað eða horfið að miklu leyti. Og loks sýnir eiður
Björns „heima á Hólum“, að hann var þess fullviss, að
hann byggði kæru sína á réttum málstað en eigi röngum-
Það, sem fundið verður um Björn í fornum skjölum, bend-
ir á, að hann hafi verið áreiðanlegur maður, en viljað
halda fast á máli því, er hann taldi rétt vera. Þorsteinn
Eyjólfsson lögmaður var að vísu mikilhæfur maður og
áhrifamikill á manndómsárum sínum. En þegar þetta gerð-
ist, var hann tekinn fast að eldast. Hann hefir í elli sinni
forðast að gera nokkuð í málinu, annað en það, að fara
með það á fund biskups og láta hann, eða Einar Hafliða-
son, sem var mikilhæfur og ráðríkur mjög í embætti sínu,
ráða allri meðferð málsins. Enda er það sagt berum orð-
um í kvittunarbréfinu, sbr. þetta: „eftir úrskurði síra Ein-
ars officialis" o. s. frv. Að sjálfsögðu er Þorsteinn meðal
dómsmanna, og 5 leikmenn með honum; en hans gætir að