Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 147
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
145
engu; þó að réttu hefði hann átt að vera aðalráðandi
málsins.
Þegar mál þetta var svona gengið í greipar síra Ein-
uii, hefir Björn talið þýðingarlaust að leiða vitni, enda er
lang-líklegast, að enginn þeirra, sem vissi réttan málstað
BjÖrns, hafi þorað að mæta á vitnastefnunni, gegn bisk-
^psvaldi, því að þeir áttu vísa hefnd frá kirkjunni, og
uiörg voru meðulin til að draga kjarkinn úr lítt upplýst-
um almenningi. Refsiklær kirkjuvaldsins léku illa þá, sem
dirfðust að vitna opinberlega móti því, og jafnvel Björn
■sjálfur gugnaði, þegar einskis trausts var að vænta hjá
Jögmanni. Þá var fokið í öll skjól og hann átti ekki ann-
■ars úrkostar en að sættast við biskup. Ella mátti hann bú-
ust við hörðum skriftum, fjársektum eða jafnvel bann-
fseringu. Og að „fara friðlaus“ fyrir einn hval, var fásinna
^uikil, eftir trúarskoðunum þessa tíma.
Það er augljóst, að Einari og prestum þeim, er hval-
run tóku, er það mikið kappsmál að fá það eiðfest, að
Lendingarsteinn væri „undir innanverðum Tindastóli“.
Deilan hefir því snúizt um það fyrst, hver væri hinn rétti
Lendingarsteinn, því að hann hefir verið rekamark. Þetta
tókst eins og við var að búast, og þá var fenginn nægilega
traustur grundvöllur til að dæma fjöruna og rekann eign
kirkjunnar.
Ef til vill stendur það ekki beint í sambandi við þetta
Lvalmál, en kynlega kemur það þó fyrir sjónir, að eftir
tetta fer Þorsteinn lögmaður að hugsa fast um frelsun
sálar sinnar.Að vísu hefir hann haft ýmislegt misjafnt á
samvizku sinni, eftir sinn langa valdaferil, en nú hraðar
hann áhugamáli sínu, sem er það, að tryggja líkama sín-
um legstað í sjálfu „skrúðhúsinu á Hólum fyrir altarinu“,
hvar sem hann andaðist á Islandi! Þetta testamenti sitt
lætur hann gera 12. júní þetta sama ár, sem hvalmálið
stóð yfir, og má geta nærri, að hann hefir sízt af öllu
viljað styggja biskupinn eða síra Einar, sem var
önnur hönd og hafði verið aðal-stuðningsstólpi Jóns skalla,
í baráttu hans fyrir biskupsdæminu. Þorsteinn Eyjólfsson
10
Bmísbófafafntd
á Biiircvrt.