Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 148
146
Merkilegt örnefni.
[Skirnir
hefir verið ramm-kaþólskur eins og sézt af hinum ótal
mörgu sálumessum, sem hann fyrirskipar í testamenti sínu
(DI. III. 391—392).
Það má geta því nærri, að Birni hefir fallið það all-
þungt að tapa hvalmálinu. En alþýðan veitti honum upp-
reisn á sínu sviði, og verður á það minnzt síðar. En án
vafa hefir Björn kennt Björgólfi presti í Hvammi lang-
mest hvernig fór, talið hann pottinn og pönnuna í öllu
saman, og metnaður hans var meiri en svo, að hann hefð-
ist ekkert að til að „launa lambið grá“. Honum kemur þá.
helzt til hugar, að kaupa jarðir í Laxárdal, til beggja hliða
við Björgólf. Hann kaupir fyrst Sævarland (29. febrúar
1388), og er það sérstaklega tekið fram í kaupbréfinu, að
Björn áskilur sér það til eignar, sem jörðin megi eignast
að lögum, með ítök og engi“; (DI. III. 1424). Bendir þetta
á von hjá Birni, að geta klófest einhverja deiluparta frá
Hvammsklerki, því að lönd jarðanna liggja saman. Hálf-
um mánuði síðar kaupir Björn Skíðastaði, næstu jörð vi5
Hvamm að sunnan, og austan Laxár. Með því kaupi náði
Björn „reka öllum hvals og viða fyrir Sævarlandsjörð,
austur að Stapa“, og einnig fjórðung í hvalreka fyrir
Skefilsstaðalandi (DI. III. 426). Hafði hann þá eignazt
alla fjöruna utan úr Laxárdal, inn með Tindastóli og inn
fyrir Reyki á Reykjaströnd, að undanteknum „hval- og
viðreka hinum stærra“, á fjöruhluta þeim, sem deilan
hafði staðið um. Loks kaupir svo Björn 6. marz 1390
Hrafnagil og Illugastaði, og hafði þá náð miklum hluta af
Laxárdal til eignar. (DI. III. 448).
Birni hefir auðsjáanlega verið það kappsmál, að ná
tangarhaldi á landi og reka í námunda við Hvamm, og
það getur með engu móti stafað af vinfengi við Björgólf
prest, sem mest hafði hrakið hann forðum í hvalmálinu.
Björgólfur stóð fyrir hvaltökunni, ásamt Þórði presti, sem
hann hefir þó orðið að sækja vestur að Höskuldsstöðum.
Hann hefir útvegað vitnin, sem sóru rekann undan Reykj-
um. Sum þeirra hafa verið gamalmenni, að öllum líkindum
skjólstæðingar hans, og hin Laxdælingar, ef til vill heim-