Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 149
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
147
ilismenn í Hvammi. Orðalag vitnisburðanna í dómsbréf-
inu: „utan frá Stapa og inn til Lendingarsteins“, er sveita-
mál Laxdælinga, sbr. nú: „inn á Reykjaströnd“. Þrjú
vitnin orða svo, að þau hefðu farið „so optlega undir
f>jörg og í gegnum þá rauf er var í Raufarbergi". Hér eru
>»Björgin“, Tindarstólshamrarnir, fyrir innan Landsenda,
er svo kallast. Röðin í þessu er því rétt, þegar Laxdæl-
ingar segja frá: fyrst undir Björg — þ. e. meðfram björg-
unum, og svo gegnum Raufarberg, og var þá komið að
Beykjamerkj um, eftir því, sem Björn taldi þau rétt vera.
Ófeigur Halldórsson og Finna Þorkelsdóttir virðast bein-
línis hafa fylgt Hvammi, þar sem þau vitna um orð síra
Ogmundar í Hvammi 30—40 árum áður. Sbr. og einnig
°rð þeirra: að „Brynjólfur bóndi (á Reykjum) hefði til-
komið“. Þau vissu, þegar Brynjólfur lcom að Hvammi, en
Reykstrendingar mundu segja: „farið út í Hvamm“. Gildi
vitnanna mun því Björn ekki hafa talið „á marga fiska“,
heldur litið svo á, að klerkur hefði alveg haft þau „í
vasanum“.
Varla hefir Björgólfi verið það gleðiefni, að Björn
keypti jarðir í nánd við hann. Og hvað sem hefir valdið,
hefir Björgólfur flutt sig frá Hvammi, um 1390, frekar
þó fyrir en eftir það ár. Er hann talinn að hafa haldið
Hrafnagil í 5 ár, eða til 1394—1395, ef hann er Björgólf-
ur sá, er nefndur er í Hrafnagilsmáldaga (DI. III. 561).
Aftur á móti er það víst, að ráðsmannsstöðu við Reyni-
staðarklaustur hefir hann fengið nokkru fyrir aldamótin
1400, og því starfi hefir hann skilað af sér 26. apríl 1408.
(Sbr. DI. III. 717). 1413 er Björgólfur enn á lífi, og held-
ur þá tryggð við Reynistaðaklaustur, því að 28. okt. það
úr „gefur hann í klaustrið Steinunni dóttur sína og Sigríði
Sæmundardóttur frændkonu sína, til þess að þær skyldu
verða systur undir reglu hins heilaga Benedikts“. (Di. III.
752). Líklega hefir hann andazt á næstu misserum. Að m.
k. getur hans ekki í frum-heimildum eftir þennan tíma.
Björns Brynjólfssonar er getið í nokkrum bréfum,
auk þeirra heimilda, sem þegar eru nefndar. Stendur nafn
10*