Skírnir - 01.01.1936, Page 150
148
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
hans m. a. í þrem kaupbréfum, og er næst á eftir prestum,
sem votta um sama efni, sem hann. Sýnir það, að Björn
hefir notið virðingar og álits, sem faðir hans Brynjólfur.
f Sýslum.æfum (I., 10) er hann talinn hafa haft sýsluvöld á
hendi um hríð, en það hygg eg, að ekki séu örugg gögn
fyrir því. (Sbr. Árt.skrár, bls. 162). Sex árum eftir hval-
málið mikla gerir Björn jafnaðarskipti milli þriggja barna
sinna: Ólafs, Málmfríðar og Sigríðar. Þá hefir Björn búið
á Ökrum, óðali föður síns, og er þá orðinn ekkjumaður.
f skiptabréfi þessu (1392) eru Laxárdalsjarðir ekki nefnd-
ar, og ekki finn eg heimild fyrir því, að hann hafi selt þær,
og er þó ekki loku fyrir það skotið. Dánarár Björns verður
ekki fundið, en vafalaust hefir hann lifað nokkuð fram
yfir 14. aldamót, því að í vitnisburðarbréfi frá árinu
1478 er hans getið til „góðrar minningar“, og ber það vott
um vinsældir Björns. (DI. VI. 145).
V.
Þá víkur máli þessu aftur að þjóðsögunni. Það er tek-
ið fram í henni, að „í fyrndinni" hafi verið fært með sjón-
um eftir fjörunni, milli Reykjastrandar og Laxárdals, enda
heitir sagan í þjóðsögunum: „Vegurinn austan undir
Tindastól". Og þar var kölluð Reykjafjara. Af áðurgreind-
um bréfum sést, að þetta er rétt. Það hefir „oftlega" verið
farið um raufina í Raufarbergi, og eftir f jörunni og „sand-
inum“, sem áðurnefnt tré rak á. Jafnvel á 19. öld eru
sannar sagnir um menn, sem lagt hafa á þessa leið, og
komizt með sjónum, um lágfjöru, en lífshætta hefir það
verið. En grjóthrun úr klettunum hefir lokað vegi þarna,
sem almenningsleið, og virðist allt mæla með því, að
stærsta grjótskriðan, sem á fjöruna féll, hafi verið Hval-
urð. Ilún ber þess sjálf vitni, að kunnugra manna sögn.
Er hún norðan við Reykjamerki, einmitt á þeim fjöru-
hluta, sem þrætan stóð um, eins og áður er tekið fram. Eg
hefi þegar fært sönnur á hvalrekann; og skal því bætt við,
að hvorki fyrr eða síðar hefir hval rekið á fjöru þessa,