Skírnir - 01.01.1936, Síða 151
Skírnir]
Merkilegt örnefni.
149
SVO að fundið verði í heimildum. Ennfremur hermir sag-
an það rétt, að mál reis út af rekanum, milli Reykjabónda
prestsins í Hvammi, og að Laxdælingar sóru rekafjör-
una eign Hvammskirkju (og Hólakirkju hvað hvalreka
snertir). Eg hefi einnig leitt að því afarsterkar líkur, að
ýmsir hafa talið eiðinn rangan. Mál þetta hefir vakið
feikna-athygli og umtal. Þjóðsagan sýnir, að almenningur
hefir hallazt á sveif með „hinum mörgu mönnum“, er
sögðu Birni, að hann ætti hvalinn. Meðan svona stórfellt
eiðatökumál var alþýðu í fersku minni, þurfti vitanlega
ekki mikið fyrir þá að koma, sem sóru, til þess að alþýða,
sem var ákaflega hjátrúarfull á þessum tímum, sæi í því
refsihönd Guðs. Og þetta virðist hafa átt sér stað með
hinni stórfelldu skriðu, sem á fjöruna hefir fallið, og
þekkist enn í dag. Grjótskriða þessi virðist þó ekki hafa
komið fyrr en eftir að málinu var lokið, enda er það í sam-
ræmi við munnmælin. Hvort orðið hafi slys í sambandi
við hana, verður hvorki sannað til eða frá, og stendur
bjóðsagan ein um það. En ofhermt er það, að presturinn
eða djákninn *) hafi farizt í skriðunni, og líklega hefir
ekkert af hvalnum orðið þar til, nema ef til vill beina-
leifar og annar úrgangur. En samt hafa slys átt sér stað,
er staðið hafa í sambandi við hval, þetta ár, sem málið stóð
yfir, svo einnig í því efni finnst nokkur átylla fyrir
sögunni.
Við árið 1386 stendur svo í íslenzkum Annálum
(Hafniæ 1847, bls. 338): „Dó margt fólk af hval í Skaga-
firði“. Nú finnst hvergi getið um annan hvalreka þetta ár
við Skagafjörð, og má því ætla, að þessar merkilegu upp-
lýsingar eigi við hvalinn, sem bar á hina fornu Reykja-
í'jöru. Annálar eru venjulega fáorðir, og þó að frekar megi
hallast að því, að átt sé við afleiðingar af hvaláti, verður
bað ekki sannað, með hverjum hætti að „margt fólk dó“
af hval. En einnig þetta hefir alþýða tekið sem augljósa
sönnun um refsidóm Guðs, fyrir meinsærin, sérstaklega
1) Þórður prestur hafði að vísu tekið djáknavígslu.