Skírnir - 01.01.1936, Side 152
150
Merkilegt örnefni.
[Skírnir
hafi eitthvað af vitnunum látizt „af hvalnum", með ein-
hverjum hætti.
Lengra verður nú ekki komizt í rannsókn á þessari
merkilegu þjóðsögu. Hún er einskonar dómur alþýðunnar
í þessu máli; og dómur sá gleymdist eigi, af því að ör-
nefnið Hvalurð lifði.
Aftur á móti hefði tylftardómur Einars gjörglatazt,
ef áðurgreind bréf hefðu eigi geymzt, og önnur gögn þau,
er eg hefi vitnað til. Þau væru öllum gleymd, og þá hefðu
munnmælin verið álitin lygileg skröksaga. í þeim flokki
lendir margt af þjóðsögnum, þó að í þeim geti verið fal-
inn sannleiksvottur, þegar öll gögn skortir til að vinsa
rétt frá röngu. En rannsókn þessarar sögu, sem geymir
óminn af almenningstali og áliti 14. aldar manna um ill-
ræmdu eiðana í hvalmálinu, hvetur einnig til að leggja
meiri rækt en áður við söfnun ýmissa atburðasagna og
örnefna, sem enn er mikið af í landinu, þó að margt sé
með öllu týnt. Áður lifði ótrúlega fjölþættur örnafnafróð-
leikur í sveitum landsins, og um það bera vitni söguritin
fornu, t. d. íslendingasögurnar, og ekki sízt Landnáma,
og frá síðari öldum þjóðsagnasöfnin öll. Fróðleikur þessi
er hluti af alhliða sögu þjóðarinnar, og því, sem enn er
eftir í minni manna, ber að bjarga tafarlaust með ræki-
legri söfnun í öllum landshlutum. Af reynslu minni við
örnefnasöfnun á Norðurlandi, og þó einkum í Skagafirði,
veit eg, að furðu-margþættar sagnir og merkileg örnefni
lifa enn í minni, og svo mun vera í öðrum landshlutum.
Samfelld byggðarlýsing og saga verður götótt mjög, ef
örnefni vantar, og söfnun þeirra auðgar málið að mun.
Slík fróðleiks-verðmæti mega ekki úr greipum ganga,
þó að eitthvað kosti að ná þeim saman.