Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 153
Handbækur.
Eftir Giiðbrand Jónsson.
ÞaS er margt einkarmisviturt í fari mannanna. Þeir
halda í einfeldni sinni fram ýmsum skoðunum, sem, ef
rétt er aS gáS, hvergi fá staSizt. ÞaS er eitt meS öSru, aS
Því er trúaS statt og stöSugt, aS vellíSan manna vaxi í
^éttu hlutfalli viS þann auka, sem mannlegri þekkingu
áskotnast meS svo kallaSri þróun, og aS oss, sem nú erum
uPpi á öld véla og íþrótta, líSi aS vissu leyti bezt allra
uianna, sem uppi hafa veriS, vegna þeirra mörgu tækja
°g tóla, sem nútíminn ræSur yfir umfram liSnar aldir.
Þetta er auSvitaS dýrindismisskilningur. Ánægja manna
meS hlutskipti sitt fer ekki eftir þessu. Snorri Sturluson
hefir aldrei saknaS flugvélar, Jón Arason ekki kvartaS
undan því, aS hann gat ekki fariS til SauSafells í bifreiS-
um í staS þess aS fara ríSandi, og Jón SigurSsson aldrei
látiS sér detta í hug, aS þaS væri leitt, aS hann gæti ekki
látiS Röntgenmynda sig. Þessir menn hafa hver á sínum
tíma látiS sér nægja þaS, aS ráSa yfir því bezta, sem sam-
tíS þeirra hafSi aS bjóSa, og ekki saknaSi neins þess, sem
bún ekki þekkti, frekar en vér nú á dögum söknum þeirra
Þæginda, er síSari tímar kunna aS bjóSa eftirkomendum
vorum. AS frágengnum kröfum manna til hinna frum-
stæSu eSlisþarfa munns og maga, eru menn alltaf ánægSir
^uieS þaS, sem þeim býSst frekast, því enginn grét þaS,
sem hann ekki þekkti, og hver einstök öld hafSi því full-
komlega sömu skilyrSi til ánægju eins og vor öld og allar