Skírnir - 01.01.1936, Síða 154
152
Handbækur.
[Skírnir
aldir. ÞaS er eitt hið mesta ólán hverri þjóð, ef kröfur
samtíðarinnar verða getu hennar ofviða. Þá verður eitt
af tvennu, að hún veitir sér ekki það, sem samtíöin á bezt
að bjóða, verður óánægð með hlutskipti sitt og fær van-
metakennd, eða hitt, að hún veitir sér það, ofbýður þar með
fjárhag sínum og leggur velgengni sína í rústir. Það er
ekki laust við, að svo hafi farið fyrir oss fslendingum.
Það má segja, að á tæknilega vísu Ijúki miðöldum hjá
oss um 1874, og á þeim 62 árum, sem síðan eru liðin, höf-
um við reynt að renna það þróunarskeið, sem aðrir hafa
verið aldir að hlaupa. Hverjum einstaklingi hefir þá ef til
vill orðið fullstarsýnt á þau þægindi, sem nútíðin býður
mest, hefir seilzt til þeirra fljótar en þróun vor leyfði og
því lifað yfir efni, heildinni í skaða.
Það er auðvitað satt, að á vorum tímum kunna menn
að forðast ýmislegt böl, sem fortíðin kunni ekki að var-
ast, heldur lét ganga yfir sig með jafnaðargeði eins og
hvert annað óviðráðanlegt tiltæki náttúrunnar. En sama
gerum við vafalaust nú við ýmislegt, sem síðari tímar láta
sér ekki detta í hug að láta yfir sig ganga, nema hand-
vömm valdi, svo að hver tími etur þar sitt, einnig að
þessu leyti.
Samfara hverri skoðun og staðhæfingu er alla jafna
og alltaf andstæða hennar, og því eru alltaf til menn, sem
setja hið mesta hól upp á fortíðina og telja hana hafa
verið vorri öld miklu fremri; þeir eru kallaðir laudatores
temporis acti, og er lögð heldur lítil virðing á þá. Þeira
skjátlast að sínu leyti eins og hinum, og það myndi Vafa-
laust fara fyrir þeim eins og jústitsráðinu, sem H. C. And-
ersen lýsir í æfintýrinu „Skóhlífar gæfunnar“. Hver, sem
fór í þann skófatnað, gat óskað sér hvert sem hann vildi í
tíma og rúmi. Jústitsráðið hafði mestu mætur á fortíðinni,
komst í skóhlífarnar, og aftur á tíma Hans Danakon-
ungs — auðvitað allt í draumi — og kunni þar svo herfi-
lega við sig, að hann varð guðsfeginn að vakna í nútíð-
inni á götustétt, þar sem hann hafði lagst til svefns, eftir
að hafa fengið sér fullmikið neðan í því. Svona myndi