Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 155
Skírnir]
Handbækur.
153
°ss fara öllum, ef líkt stæði á, því að við eigum heima í
samtíð vorri og hvergi annars staðar.
Þó að ekki sé ástæða til þess að lofa fortíðina á
kostnað vorra tíma, má þó segja, að hún hafi að einu leyti
verið mönnum hægari en nútíðin reynist. Nú þurfa menn
að eyða fjölda mörgum árum æfi sinnar til náms, þeir er
hinn svo kallaða menntaveg ganga, og að loknu námi ráða
teir þó ekki yfir nema örlitlu broti þeirrar þekkingar,
sem mannsandinn hefir í handraða. Öðruvísi var til forna
hér í löndum Evrópu,því þá var allur þekkingarforði mann-
anna ekki meiri en það, að hver menntaður maður gat til-
einkað sér hann allan. Þetta var ógnarlega skiljanlegt,
bví að mennirnir sjálfir öfluðu sér þá í raun réttri engrar
þekkingar. Þeir tóku við þeirri þekkingu, sem þeim virt-
ist reynslan rétta að þeim, svo nefndri empírískri þekk-
ifigu, bættu þar við þekkingu þeirri, sem þeir trúðu, að
heilög ritning hefði að geyma, sem og ýmiskonar þekkingu,
er þeir þóttust afla sér með heimspekilegum hugleiðingum.
En af því að þeir báru sig ekki eftir björginni með kerfuð-
um rannsóknum, réði kylfa kasti um það, á hvaða vitneskju
kver tími átti völ og að hve miklu leyti hún var rétt.
Menn leituðu lítið eða ekki og fundu því einnig lítið eða
ekkert. Þekkingarmagn fyrri alda, eftir að hin grísk-róm-
verska menning leið undir lok, var því harla takmarkað.
Þá var magnið ekki meira, en að hægt var fyrir einn
uiann að ráða við það allt, og það var ekki meira en svo,
að maður á vorum dögum, sem útskrifaður er úr mennta-
skóla og lagt hefir alúð við námið, veit mikið meira en
sprenglærðustu menn miðaldanna. Hinar sjö frjálsu listir
Uiiðaldanna skiptar niður í trívíum og quadrivíum spenntu
yfir alla þekkinguna, og allir lærðu þetta, sem luku há-
skólanámi. En eiginleg skipting í fræðigreinar að vorrar
fíðar hætti þekktist ekki — ekki skipting í sérfræðigreinar,
sem vér mundum nú kalla það. Jafnmikil fræðigrein eins
°g læknisfræðin, sem á dögum Rómverja var komin all-
i&ngt, hvarf á miðöldunum héðan úr álfu í hendur Araba,
en hér datt botninn úr henni, svo að klerkar fengust einna