Skírnir - 01.01.1936, Page 156
154
Handbækur.
[Skírnir
helzt við hana og með fullu skottulækningasniði. Jafn-
vel fræðigrein eins og sagnfræðin lenti utan við garða
fræða þeirrar tíðar. Það var því ekki hægt að nema
nema með einum hætti í þá daga, og allir menn, sem
numið höfðu, hvað sem þeir annars lögðu stund á í borg-
aralegu lífi, höfðu lært eitt og hið sama. Leifar hins forna
fræðikerfis má enn finna í heimspekideild allra háskóla,
enda þótt allt hafi þar tekið á sig aðra mynd.
Bókakostur manna í fyrri daga samsvaraði þessu.
Menn áttu nokkrar örfáar bækur, sem þó spönnuðu allt
svið mannlegrar þekkingar eins og það var þá. Til þess
að ganga úr skugga um þetta, geta menn athugað bóka-
söfn íslenzkra klaustra, sem menn vita deili á á 14., 15.
og 16. öld. Viðeyjarklaustur á 60 bækur, Möðruvallaklaust-
ur 127, Munkaþverárklaustur 82, Reynistaðarklaustur 39
og Þingeyraklaustur 46. Það þarf ekki að efa, að þetta
hafi verið góð og fullnægjandi bókasöfn að þeirrar tíðai'
hætti, enda sízt minni en samskonar bókasöfn erlendis,
sem nú eru til fréttir af.
Á renaissancetímunum gjörbreyttist þetta allt. Menn
urðu fræðilega framsæknir. Menn hættu að láta sér
nægja þá reynslu, sem barst upp í hendurnar á
þeim, hófu athugunarrannsóknir, leituðu og fundu. Og
mannleg þekking jókst hröðum skrefum og sprengdi fljót-
lega af sér girðingar miðaldafræðanna. Það leið ekki á
löngu áður en svo var komið, að það var ekki lengur á
færi neins eins manns að gúkna yfir allri þekkingu, held-
ur urðu menn að láta sér nægja hluta hennar, og þá
var farið að skipta henni rökrétt niður í greinar. Það er
alltaf svo, að það er eins og þörfin geti beinlínis af sér
möguleikana á því að henni verði fullnægt. Bókaþörfin
jókst að sama skapi, sem þekkingin, og hefði orðið ómögu-
legt að fullnægja henni með bókaframleiðsluhætti miðald-
anna, að allt væri skrifað, en þá kom prentlistin til sög-
unnar og leysti þau vandræði. Eftir því sem fram líða
stundir, er fræðigreinunum sífellt að fjölga, og hver ein
fræðigrein að vaxa, og svo er enn, og meira en það, hinar