Skírnir - 01.01.1936, Side 157
Skírnir]
Handbækur.
155
emstöku fræðigreinar, sem eru rökrétt heild, eru orðnar
bað víðfeðmar, að það er ekki á neins manns færi eins, að
i'aða við þær að fullu svo að nokkurt gagn sé. Það verður
að kljúfa þær í undirgreinar, sem enn eru það viðráðanleg-
ar> að þær eru á eins manns færi. Að því er til aðalgrein-
ai’innar kemur, verður það að duga, að menn kynnist
Imlztu atriðum hennar og því, sem sérstaklega er hagnýtt
fyrir undirgreinina, og fyrst og fremst læri hugarfar aðal-
fiæðigreinarinnar. Þetta er háttur vorra daga, þar sem
allt er klofnað niður í sérfræðimennsku. Bókakostur allur
hreyttist að sama skapi, og nú var, og er, ekki lengur hægt
að komast af með 10 eða 12 bækur í bókastól til þess að
hafa öll fræði hins menntaða heims handbær. Þótt allir
stofuveggir séu nú bókum þaktir, hrekkur það ekki nema
orskammt, og enginn maður er nú á dögum svo ríkur, að
hann geti átt allar þær bækur, sem með þarf til þess að
°h fræði verði stunduð til fullnustu. Þar verður að grípa
til hinna stóru, opinberu bókasafna, og jafnvel þau þeirra,
sem mest eiga úrkostar, eru hvergi nærri svo á vegi stödd,
að þau fái gripið yfir allt. Það er ekki dæmalaust, að
ffseðimenn verði að skeiða á milli bókasafna margra landa
°& jafnvel álfna, til þess með nokkurri vissu að fá þurr-
ausið það, sem til kann að vera um eina fræðigrein.
Það hefir verið fundin lausn þessara vandræða að
nokkru, að fullu finnst hún ekki fyrri en búið er að koma
skynsamlegu alþjóðaskipulagi á bókasöfn heimsins, starfs-
svið þeirra hvers eins og samstarf. En lausn sú á bráðustu
vandræðunum, sem gripið hefir verið til, er að búa til alls-
herjar handbækur.
Elztar slíkra handbóka eru málfræðiorðabækur, og
Var t. d. hér á landi á þeim tímum, sem vér köllum miðald-
lr> mjög algengt að nota orðabók, er kölluð var catholicon
eða Brito, sem er stytting úr „Dictionarius Britonum con-
^inens tria idiomata videlicet brittanicum, gallicum et la-
tinum“, og hefir það því verið ensk-frönsk-latnesk orða-
hók, sennilega ekki ósvipuð hinu alkunna Kúrschners
Sechs-Sprachen-Lexikon, sem nú er mjög notað, og er einn