Skírnir - 01.01.1936, Page 158
156
Handbækur.
[Skírnir
íslenzkur Brito til í safni Árna Magnússonar (203, 4to).
Á 13. öld var búin til fyrsta biblíuorðabók, svonefnd con-
cordantia, og er þar hægt að slá upp hverju orði, er kem-
ur fyrir í hinni latnesku biblíuþýðingu Vulgata og sjá
hvar það kemur fyrir; samdi það prédikarabróðir Hugo
kardínáli af St. Cher, og er sú bók notuð enn í dag. Hinar
svo kölluðu Encyklopaedíur eru og ekki nýjar í garði, enda
þótt fyrst væri farið að leggja verulega rækt við þær á
17. öld. Þessar bækur voru, eins og þær eru enn í dag, al-
menns eðlis, náðu til allra vísinda — það, sem vér nú köll-
um alfræðiorðabækur — eða sérstaks eðlis, svo að þær að-
eins náðu til sérstakrar fræðigreinar — það sem vér mynd-
um kalla sérfræðiorðabækur. Þessar orðabækur hafa verið
með ýmsu skipulagi, ýmist kerfaðar eftir efni (systema-
tiskar) eða eftir stafrofsröð (Realencyklopaedíur). Fyrri
hátturinn hélzt alveg fram á 17. öld með nokkrum undan-
tekningum, en úr því tók við síðari hátturinn. Með elztu
sérfræðiorðabókum með kerfuðu efni má telja „Historia
naturalis“ eftir Varro og Plinius eldra, en fyrsta tilraun
til alfræðiorðabókar — auðvitað með kerfuðu efni — gerði
Isodorus Hispalensis — Isódór erkibiskup í Sevilla — sem
uppi var á 6. og 7. öld, er hann samdi rit sitt „Originum
seu etymologiarum libri XX“, og var það rit alþekkt á ls-
landi á miðöldum. Fyrstu alfræðiorðabók kerfaða eftir staf-
rofinu samdi Suidas nokkur, rithöfundur í Miklagarði, sem
uppi var á 10. og 11. öld, en fyrstu alfræðiorðabækur á vísu
vorra daga samdi Englendingur Ephraim Chambers, og
kemur sú bók enn út með hans nafni, enda þótt gerbreytt
sé, og þeir Frakkarnir Diderot og D’Alembert, en síðan
hefir hver alfræðiorðabókin rekið aðra alveg fram á þenn-
an dag, og munu þeir fáir, sem aldrei hafa þurft að grípa
til slíks rits. Allir þekkja „Encyklopaedia britannica“, Kon-
versationsleksika Meyers og Brockhaus og hið danska Kon-
versationsleksikon Salmonsens. Slíkar bækur eru mjög
góðar til ígripa, ef snögglega þarf að halda á yfii'borðs-
vitneskju um eitthvert efni, en þær fara — og verða að
fara — svo lauslega yfir, að ekki er hægt að notast við