Skírnir - 01.01.1936, Page 159
Skírnir]
Handbækur.
157
þser til hlítar, ef fast á herðir. Það væri mjög svo heppi-
]egt, ef slík bók væri til á íslenzku, en því mun naumast
Verða að heilsa fyrsta kastið, því útgáfan yrði feiknadýr
þessar bækur eru 10—20 stór bindi og þaðan af stærri
og það yrði að jafna henni niður á mörg ár vegna kostn-
aðarins, svo mörg ár, að fyrri partarnir að líkindum væru
lóngu orðnir úreltir, er bókin væri komin út með öllu, enda
gæti slík útgáfa virzt óþarfi meðan menn ráða hér við
norðurlandamálin. Það myndi einhver kalla það metnaðar-
wál, ef vér hefðum slíka bók, úr því allar aðrar Evrópu-
bjóðir hafa þær, en hér verður að sníða stakk eftir vexti,
ekki metnaði.
Vegna þess hvað alfræðiorðabækurnar ná skammt í
hverju atriði um sig, hafa verið samdar sérfræðiorðabæk-
Ur um svo til allar fræðigreinar, og hafa þær sízt orðið
’vunni að vöxtunum en alfræðiorðabækurnar sjálfar. Það
eru til læknisfræðilegar, efnafræðilegar, guðfræðilegar og
^iannfræðilegar orðabækur og allt þar fram eftir götunum.
Vegna þess, hve við erum fáir og smáir, og það sem
°kkur þykir mikils um vert, og er oss áríðandi, er öðrum
Sagnslítið, er það, að allar slíkar erlendar orðabækur taka
Uauðalítið tillit til þess, sem skiptir oss máli. Þetta er ofur
eðlilegt, en veldur því hins vegar, að oss er ekkert gagn
fræðslu í hinum erlendu bókum um íslenzk efni, held-
Ur aðeins um erlend og almenn efni.
Þó að vér ekki getum komið oss upp alfræðiorðabók,
tar sem tekið sé fullt tillit til allra íslenzkra málefna,
erum vér hins vegar knúðir til þess að koma oss upp ís-
lenzkum sérfræðiorðabókum, til þess að bæta upp hinar
erlendu alfræðiorðabækur, sem vér notumst við. Það er
Vlnnandi vegur, en eg veit ekki hvort nauðsynin er mönn-
Ulu með öllu ljós. Það liggur í augum uppi, að þessar ís-
ienzku sérfræðiorðabækur svo til eingöngu myndu snúast
Uni íslenzk fræði, og þá einna helzt um íslenzka sagnfræði.
■^örfina má bezt skýra með dæmi, sem, eins og allir, er við
fræði fást, vita er nauðaalgengt, svo algengt, að það er
hverjum slíkum manni að kalla stöðugur Þrándur í Götu,