Skírnir - 01.01.1936, Qupperneq 161
Skírnir]
Handbækur.
159
standi í handriti í Landsbókasafninu til afnota hverjum,
sem vill. Þetta er satt. En hitt er jafnvíst, að þessi rit
eru harla fjarri því, að koma að þeim notum, sem þarf.
Tölin stikla aðeins á opinberum atvikum úr lífi mann-
anna — prestatalið ekki einu sinni á öllum — og maður
tser að vita stigatölu þá, sem þeir fengu til prófs
— það eru eintóm bein, sem maður fær, en ekkert hold.
Sýslumannaæfir eru mikið verk, en því er svo óhöndug-
lega skipað, að þær eru hreint og beint völundarhús, og
hið mikla registur er meira að segja allstopull leiðsögu-
uiaður um þær. Þá er enn, að þar er brenglað saman því,
sem máli skiptir og því, sem engu máli skiptir, án þess
að þar sé nokkur munur á gerður, og yfirhöfuð ekki unnið
ur neinu. Efninu er, ef svo mætti kalla, fleygt í mann, til
tess að maður vinni úr því sjálfur; það er naumast að það
Se skipulegt innan greina, og það er ekki borið við að
^regða upp fyrir manni umhverfi eða tíðarblæ atvikanna,
°S því síður að grafa fyrir orsakir þeirra. Það er því oft,
að engin leið er að nota þetta rit eitt, heldur þarf að hafa
’ttai'gfalda fyrirhöfn áður að gagni komi. Gallinn er, að
keir, sem um ritið hafa fjallað, hafa kunnað það einfalda
handbragð, að safna, en hvorki verið sagnfræðingar né
sagnaritarar. Prestaæfir Sighvats eru nokkuð með sama
^arki brenndar, en það er þó reynt að fjörga þær með
Segnum og ýmsu ekki óverðmætu léttmeti.
Ekkert þessara rita getur því komið í stað íslenzkrar
ftiannfræðiorðabókar. Fyrir mannfræðiorðabókinni þarf
að vera ritstjóri, og er það hans fyrsta verk, að velja til
æfir þær, er til greina koma, og hlutföllin milli þess, hve
vandlega þurfi að búa að hverjum einum. Síðan verða þeir
^enn, sem þar til þykja hæfastir, að ganga frá æfisögum
hinna einstöku manna, en ritstjórinn leggur síðan síðustu
hönd á verkið og samræmir allt um stíl og frágang.
Nú vill svo vel til, að Bókmentafélagið hefir þegar
hafizt handa um undirbúning slíks verks, og hefir verið
sve heppið að fá dr. Einar Arnórsson hæstaréttardómara
«1 þess að taka að sér ritstjórnina, en til þess mun naum-