Skírnir - 01.01.1936, Síða 162
160
Handbækur.
[Skírnir
ast hægt að fá færari mann, fyrst fyrir sakir lærdóms og
þekkingar, en ekki sízt fyrir sakir hagvirkni og hæfileika
til að skipuleggja og samræma. Hann er þegar að miklu
leyti búinn að leggja niður fyrir sér, hverja skuli í þessa
nýju íslendingabók taka, og gera ýmsan undirbúning, sem
ekki hefir verið auðunnið verk. Hingað til hefir verkið
orðið kostnaðarlítið, en nú þegar að aðalvinnunni kemur,
eykst kostnaður svo, að Bókmenntafélagið getur með engu
móti staðið eitt undir verkinu. Bókmenntafélagið hefir
leitað til Alþingis um styrk, en það hefir daufheyrzt. Hvert
á að leita annað, og hverjum er skyldara en öllum lands-
lýð að standa undir slíku verki? Vér lifum á erfiðum tím-
um, það er gullsatt, og það þarf að spenna að sér sultar-
bandið, en það verður að gá að því, að á hvaða átt, sem
hann kann að vera fjárhagslega, má ekkert af störfum á
neinu sviði falla niður, heldur verður jafnan, þótt erfitt
sé, að halda í þeim vexti og viðgangi, því að standa í stað
í ár er að vera kominn aftur úr að ári, og ef staðið er í
stað árum saman, getur verið kominn svo drjúgur aftur-
kippur í allt, að mikið átak þurfi til að ná því upp aftur.
Þessar línur eru ritaðar til þess að skora á Bók-
menntafélagið að gefast ekki upp við þetta áform sitt,
heldur þvert á móti að vinna að því af alefli, að það megi
takast, og jafnframt að skora á stjórn og þing að bregð-
ast drengilega undir fjárframlög til þess.
Við erum ekki eina þjóðin, sem á slíkri bók þurfum
að halda. Það eru allar menningarþjóðir, sem hafa þurft
að koma henni upp hjá sér. Það er ekki af eftirhermu
við þær, sem á að gera þetta, heldur vegna raunverulegrar
nauðsynjar. Og að því er að gá, að verk sem þetta þarf
ekki að vinna nema einu sinni og aldrei aftur.