Skírnir - 01.01.1936, Side 164
162 „Áss hinn almáttki". [Skírnir
sér lítið af högum manna, úr því að hann var ekki blót-
aður eða til hans beðið að jafnaði, líklega af því, að hann
hefir verið talinn svo góður, að þess þyrfti ekki, — hann
veitti gjafir sínar allt að einu. Hann hefir verið mjög'
forn, og hugmyndin um hann aðallega lifað í eiðstafnumr
en slíkir formálar eru mjög stöðugir og íhaldssamir. Svo
þokukenndar og óljósar hafa hugmyndirnar um hann ver-
ið orðnar, að trúboðunum kristnu datt ekki í hug að færa
sér í nyt líkingu hans við guð kristinna manna, og hefði
það þó verið auðvelt. — Hugsanlegt er, að „hinn ríki“ í
Völuspá, sem „öllu ræðr“, sé (heiðin) endurminning unt
þennan „almáttka ás“ eða m. ö. o. að skáldið hafi haft
hann í huga og gert ráð fyrir því, að áheyrendur könn-
uðust við hann. Gera má og ráð fyrir, að Þorkell máni
hafi átt við „ás hinn almáttka", er hann fal önd sína á
hendi þeim guði, er sólina hefði skapað.
En er nú hugsanlegt, að fornmenn hafi átt í fórum
sínum svona háleita guðshugmynd — innan um allar sín-
ar léttúðugu eða hrottalegu goðasögur? Já, því að guðs-
hugmynd og goðafræði eru sitt hvað og hafa jafnvel ólík-
an uppruna. Annað eins á sér víða stað meðal villiþjóða,
jafnvel á lægstu stigum menningar, eins og nú skal drep-
ið lítillega á.
Enski þjóðfræðingurinn frægi, Andrew Lang, hefir
í merkilegri bók („The Making of Religion“, eða „Til-
orðning trúarbragðanna“, 3. útg. 1909, sjá einnig „Di&
Religionen des Orients“, eftir ýmsa, Leipz. og Berl. 1913,
bls. 29—30), sýnt fram á það af miklum lærdómi, að á
meðal mjög menningarlítilla villiþjóða, svo sem frum-
byggja Ástralíu, sé til furðulega háleit guðshugmynd, þar
sem engar líkur séu fyrir t. d. kristnum áhrifum, — hug-
mynd um góðan guð, skapara allra hluta, guð, sem er svo
góður, að ekki þarf að biðja hann neins eða færa honum
fórnir, himneskur faðir, sem skiptir sér þó lítið af börn-
um sínum. Þessi guð er mjög ólíkur öndum þeim og anda-
guðum, sem tignaðir eru með fórnfæringum og eru oft
grimmir, léttúðugir og mútuþægnir, eins og menn (villtir