Skírnir - 01.01.1936, Síða 165
Skírnir] „Áss hinn almáttki". 163
°g siðaðir) einatt eru í lifanda lífi, og sennilega er trúin
á hann af öðrum uppruna en sálutrúin eða andatrúin, sem
seinna verður að fjölgyðistrú eða fjölvættatrú. Guð þessi
er tignaður víða í launhelgum, og sums staðar má ekki
nefna hann þar fyrir utan, — hann er vörður loforða og
siðgæðis yfirleitt, er ódauðlegur eða hefir aldrei dáið. En
því, að hann (sem skapari allra hluta og eigandi þeirra)
Þiggur ekki gjafir, þá er hann, þegar fram líða stundir,
afi’æktur fyrir aðra guði, sem lægri eru og blíðka þarf
flieð gjöfum og fórnum, svo að þeir geri ekki illt af sér.
í fjölgyðistrúnni hlýtur slík guðshugmynd að raskast og
^ást, en leifar hennar sjást e. t. v. þar, sem „forlögin" eru
siðferðislegt afl, ofar sjálfum goðunum, eins og t. d. í
Völuspá.
Þessi háleita guðshugmynd finnst í Ástralíu, víða á
Suðurhafseyjum, meðal svertingja í Afríku og Indíána
bæði í Norður- og Suður-Ameríku.
Að minni skoðun er þá ,,áss hinn almáttki“ hvorki
Þór né Óðinn né neinn annar af hinum kunnu, norrænu
duðum. Hann er leifar af frumtrú mannkynsins á góðan,
aluiáttugan skapara, sem menjar finnast um hjá villiþjóð-
^ui, víðsvegar um heim, enn þann dag í dag.
Eg hefi hér aðeins viljað benda lauslega á merkilegt
atriði í fornnorrænu trúarlífi, sem hingað til hefir ekki
verið gaumur gefinn, svo að eg viti, og vísa á hliðstæður
bess með öðrum hálf-siðuðum eða ósiðuðum þjóðflokkum.
ll*