Skírnir - 01.01.1936, Page 166
Wídsíð = Víðförull.
Eftir Stefán Einarsson.
Eins og fræðimönnum er kunnugt, eru hetjukvæðin
í Eddu brot eitt af bókmenntagrein, sem gengið hefir um
öll germönsk lönd og látið hefir eftir sig menjar, meiri
og minni, í bókmenntum hinna ýmsu þjóða.1)
Elztu tíðindi, sem menn hafa af þessum hetjukvæð-
um, munu vera orð Tacitusar (f 120) í Germanía, 2. kapí-
tula, þar sem hann talar um hin fornu kvæði, „sem eru
einu heimildir Germana og sagnarit“; en síðar er þessara
germönsku kvæða ósjaldan getið í latneskum sagnaritum.
Þannig nefnir Jordanes (á 6. öld) forna söngva um af-
rek Gota á ferðum þeirra frá Eystrasalti til Svartahafs-
Af þessum gotnesku kvæðum er nú ekki eyvið eftir, en 'til
þeirrar ættar sverja sig þó kvæðin um Jörmunrekk
(f 375) í Eddu (Hamðismál) og öðrum eldri og yngri
heimildum. Því hafa og margir fræðimenn haldið, og það
víst með réttu, að upptaka hetjukvæðanna væri að leita
hjá Gotum. Svo mikið er víst, að þau hetjukvæði, sem a
Islandi hafa varðveitzt, kveða öll um meira eða minna
suðrænar hetjur, sem oft eiga ætt sína að rekja til sann-
sögulegra höfðingja eða konunga á þjóðflutningatímabil-
inu (t. d. Gunnar, f 437, Atli, f 453).
Nú þarf að vísu ekki að treysta sögnum einum um
tilveru hetjukvæða utan íslands. Til er á þýzku brot af
kvæði, í handriti frá því um 800, er kallað hefir verið
Hildibrandskviða. Þar segir frá því, að Hildibrandur mæt-
ir í orrustu Hadubrandi syni sínum — eftir 30 ára skiln-