Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 167
Skírnir]
Wídsíð == Víðförull.
165
að — og hefir kvæðið víst sagt frá því, að hann neyðist
til að vega son sinn, sem ekki trúir sögnum hans. Sama
sögnin er í breyttri mynd tekin upp í Þiðrekssögu (við-
skipti þeirra Hildibrands og Alibrands), en þar endar
sagan vel. Um sama leyti orti þýzkur munkur, Ekkehart,
kvæði í latínskum hexametrum um afrek hetjunnar Walt-
harius. Miklu síðar (á 12. og 13. öld) yrkja svo Þjóðverj-
ar sín gömlu hetjukvæði upp í frönskum riddara-kvæða
stíl, frá þeim tíma eru kvæðin Kudrun og Nibelungen-
Hed, og er hið síðar nefnda ort út af sömu sögnum og
kvæðin í Eddu um Sigurð Fáfnisbana, Brynhildi, Guð-
rúnu og Atla. Loks er þess getandi, að Þiðrekssaga, sem
skrifug er í Noregi (Bergen) á síðari hluta 13. aldar, er
gerð eftir lágþýzkum kvæðum, sem söguhöfundur hefir
líklega safnað af vörum Hansakaupmanna og annarra
kj óðverj a í Bergen um þær mundir.
Eins og kunnugt er úr sögunni, brutust germanskir
hjóðflokkar vestur á England um miðbik 5. aldar, lögðu
undir sig meginhluta landsins, en ráku Kelta vestur í
tjalllendin í Cornwall og Wales og norður í Skotland.
Hinn frægi sagnaritari þeirra Beda (673—735) segir,
að þeir hafi komið „af þrem hinum hraustustu þjóðum
Hermaníu: Söxum, Englum og Jótum“, en höfðingjar
heirra voru bræðurnir Hengest og Horsa. Tæpum hundr-
að árum eftir landnám þeirra hafði kristnin teygt þang-
að fangarma sína bæði vestan af írlandi og sunnan frá
Róm. En þótt sæði kristninnar félli með þeim í góða jörð
°g bæri ávöxt í meiri og betri lærdómsmönnum en þá var
V®1 annars staðar í kristninni (Aldhelm, t 709, Beda, t
735, Alcuin, t 804), þá gerðist kirkjan þar ekki alveg
eins einvöld og kveistin við þjóðleg fræði, eins og hún
^eyndist í Þýzkalandi og annars staðar, þar sem hún var
j almætti sínu. Lærðu mennirnir rituðu að vísu á latínu,
en þeir höfðu ekkert á móti því að láta skáldin snúa ritn-
ingunni í biblíuljóð á enska tungu undir hinum fornu
heiðnu háttum. Fyrir bragðið eru enn til heilir bálkar