Skírnir - 01.01.1936, Blaðsíða 168
166
Wídsíð
Víðförull.
[Skírnir
af biblíuljóðum á fornensku, helzt úr Gamla testament-
inu, því líklega hefir skáldunum þótt minna gaman að
guðspjöllunum, eins og íslenzku kerlingunni. Og ekki ein-
ungis biblíuljóð, heldur jafnvel forn hetjukvæði fengu að
komast við veðri, þótt sumt af þeim sé allmjög blandað
við kristna trú og hugmyndir.
Það eru alls fimm kvæði, sem telja verður hetju-
kvæði á fornensku máli. Eru þau flestöll geymd í hand-
ritum frá síðari hluta eða lokum 10. aldar, en flestir fræði-
menn telja þau — með einni undantekningu — vera frá
7. og 8. öld. Gefur þessi hái aldur þeirra þeim eigi all-
lítið gildi, því að þau standa þannig mitt á milli hinna
sögulegu atburða á þjóðflutningaöldinni (5.—6. öld) og
hinna seinni sagna á Norðurlöndum og Þýzkalandi. Venju-
lega má því ætla, að þar sem þessi ensku kvæði greini á
við norrænar sagnir (t. d. Saxo, Snorra Eddu, fornaldar-
sögur), þar geymi þær eldri og upprunalegri sagnir,
stundum kannske sem næst sanna sögu.
Af þessum fimm ensku hetjukvæðum eru þrjú ör-
stutt og tvö af þeim brot ein. Waldere-brotið 2) fjallar um
hinn sama Valdarr og þýzka kvæðið Waltharius. Deor8)
er raunatal skálds, sem týnt hefir hylli lánardrottins síns
og huggar sig nú við það að rifja upp óhöpp og raunir
annarra: „má mér það, er yfir margan gengur“, er við-
lag kvæðisins. Kvæðið víkur meðal annars að meiðslum
Völundar og hefndum hans á Böðvildi, dóttur Níðarar
konungs. Ennfremur nefnir það þá Jörmunrekk og Þjóð-
rek, líklega konung Franka. Einna merkust eru nöfnin
Géat og Mæðhild, ef þau eru Gauti og Magnhildur í Gauta
kvæði (íslenzk fornkvæði, bls. 15—21), eins og Malone
ætlar. Sjálfur kveðst Deor (Dýri) hafa verið skáld Hjaðn-
inga, þar til Hjarrandi, skáld gott, hafi rænt sig hylli kon-
ungs. Nöfnin eru kunn úr Hjaðningavígum Snorra Eddu,
en sagnirnar virðast hafa verið allar aðrar. Þetta mun
vera yngst kvæðanna (um 900). Orrustan í Finnsborg4)
er brot, sem segir frá vígum, er gerast milli Dana og
Frísa, er hinn danski konungur Hnæf (Hnefi) sækir heim